Þriðjudagur, 16. júlí 2013
ESB ógnar danskri velferð
Eftir því sem atvinnuleysi og eymd eykst í Suður-Evrópu verður meiri ásókn í velferðarríkin í norðri, sem eru innan Evrópusambandsins.
Í Danmörku er háværar raddir sem segja að danska velferðarríkinu sé ógnað af lögum frá Brussel sem veita öðrum íbúum Evrópusambandsins aðgang að velferðarþjónustunni. Danir verða að skera niður velferðarkerfið ef þeim verður gert að þjónusta útlendinga úr öðrum ESB-ríkjum.
Jótlandspósturinn gerir grein fyrir umræðunni með þessari fyrirsögn ,,Lesendur vilja Danmörku út úr Evrópusambandinu."
Danskir stjórnmálamenn eru sakaðir um að gæta ekki danskra hagsmuna í samskiptum við Evrópusambandið.
Svartnættið blasir við ungu fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.