Mánudagur, 15. júlí 2013
Samfylkingarmistök í Egyptalandi
Múslímska bræðralagið fékk í hendur stjórnvaldið í Egyptalandi til að stýra í þágu almennings. Mistök bræðralagsins voru þau að halda sig hafa umboð til að þvinga kreddustefnu sinni upp á egypsku þjóðina. Herinn vék bræðralaginu frá völdum og við Níl er upplausnarástand.
Á þessa leið er greining Tony Blair fyrrum forsætisráðherra Breta og pólitísks guðföður Samfylkingar á stöðunni í egypskum stjórnmálum. Morgunblaðið birtir þýðingu greinarinnar í dag. Lykilsetningin er þessi:
Fólk fór að trúa því að bræðralagið væri stöðugt að þröngva eigin kreddum á daglegt líf.
ESB-bræðralag Samfylkingar fékk 30 prósent kosningu á Íslandi vorið 2009. Þótt Samfylkingin væri ekki með umboð þjóðarinnar var kreddustefnan látin stjórna ferðinni og Ísland varð umsóknarríki um varanlega bústað í brennandi ESB-hóteli þann 16. júlí 2009.
Þjóðin sætti sig ekki við sértrúarstefnu Samfylkingar og öll andstaða við ríkisstjórn Jóhönnu Sig. hverfðist um ESB-málið. Ríkisstjórnin tapaði Icesave-slagnum vegna ESB-málsins; VG klofnaði vegna Evrópumála; stjórnarskrárumbætur klúðruðust stjórninni vegna vanhugsuðu ESB-umsóknarinnar.
Á Íslandi þurfti ekki valdarán til að svæla Samfylkingu og VG úr stjórnarráðinu. Í kosningunum vorið 2013 fór fram snyrtileg pólitísk aftaka þegar Samfylkingin féll úr 30 prósent fylgi niður í 12,9 prósent.
Athugasemdir
Það er mikið til í þessu, Páll, svo langt sem það nær. Þetta er þó ekki allur sannleikurinn um orsakir hruns síðustu ríkisstjórnar, flokkanna S og VG. Skjaldborg var reist um fjármagnseigendur og lánaveitendur, en umsátur gert um skuldug heimili landsins og þau skilin eftir með óleyst mál.
Kristinn Snævar Jónsson, 15.7.2013 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.