Þriðjudagur, 9. júlí 2013
2/3 alþingis og 40% þjóðarinnar geti breytt stjórnarskrá
Núverandi stjórnarskrá er að stofni til 150 ára gömul og reynst Íslendingum haldgott verkfæri til að fá fullveldi frá Dönum 1918, stofna lýðveldi 1944 og vísa Icesave-lögum ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. út í hafsauga.
Tímabundin lög frá sumarþingi gera ráð fyrir að breyta megi stjórnarskrá Íslendinga að því gefnu að 2/3 hlutar alþingismanna samþykki og a.m.k. 40 prósent þjóðarinnar í almennri atkvæðagreiðslu.
Með fullri virðingu fyrir sitjandi alþingi eru harla litlar líkur á að það komi með betri stjórnskipun en nú er í gildi.
Skipa nýja stjórnarskrárnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru menn enn að væla út af Icesave?
Engin ástæða var fyrir öllu því gífurlega moldviðri enda reyndust útistandandi skuldir gamla Landsbankans meiri en þessi Icesaveskuld.
Guðjón Sigþór Jensson, 11.7.2013 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.