Mánudagur, 8. júlí 2013
Evran bremsar Evrópusambandið
Sameiginlegur gjaldmiðill átti að hraða samrunaþróun Evrópusambandsins. Aðeins 17 af 28 ríkjum ESB eru með evru. Vegn efnahagskreppu jaðarríkja evru-samtarfsins, einkum Suður-Evrópu, vinnu sameiginlegur gjaldmiðill gegn samrunaþróuninni.
Forsætisráðherra Póllands segir ekki raunhæft að taka upp evru næstu sex árin. Það er áfellisdómur sem grefur enn frekar undir trúverðugleika gjaldmiðilsins. Þýska dagblaðið Die Welt boðar aukna erfiðleika í haust hjá Portúgal, Grikklandi og Kýpur. Þessi ríki eru ekki sjálfbjarga og þiggja neyðaraðstoð frá ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
Roger Bootle, dálkahöfundur hjá Telegraph, tekur saman nokkra vankanta evru-samstarfsins sem legið hafa í láginni undanfarið en munu koma fram af krafti í haust þegar þingkosningar í Þýskalandi eru afstaðnar.
Framtíð evrunnar og Evrópusambandsins haldast í hendur. Og sú framtíð er ótrygg næstu fimm til tíu árin.
Ekki pólitískur stuðningur við evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Framtíðin er alltaf ótrygg.
Gísli Ingvarsson, 8.7.2013 kl. 20:49
Hvað leggur þú til, "mother of all best advices"?
Er ekki kominn tími til að þú leggir eitthvað fram af viti, í stað þess að gagnrýna endalaust? Það getur hvaða auli sem er gert!
Halldór Egill Guðnason, 9.7.2013 kl. 05:00
Ertu kannski bara einn af þessum aulum, sem ávallt kvaka, en aldrei vaka?
Halldór Egill Guðnason, 9.7.2013 kl. 05:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.