Fimmtudagur, 4. júlí 2013
Íbúðarlánasjóður stútaði stjórnarandstöðunni
Skýrslan um Íbúðarlánasjóð stútaði stjórnarandstöðunni á sumarþinginu 2013. Skýrslan afhjúpar að að formaður Samfylkingar var á hagbeit í gósenlandi ríkistryggðra peninga Íbúðarlánasjóðs annars vegar og hins vegar að ríkisrekstur virkar ekki þegar stjórnmálamenn vasast í honum.
Allur vindur er úr stjórnarandstöðunni og hún nennir ekki einu sinni að manna alþingi.
Freyja undrast tóman þingsal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu á einhverju Páll ?
hilmar jónsson, 4.7.2013 kl. 16:47
Truthserum?
Raunin er að ÁPÁ var milligöngumaðurinn milli fyrst JP Morgan og síðar Deutche Bank sem sáum um skiptin úr húsbréfun í íbúðalán.
Það ferlu var allt saman illa ígrundað og kostaði um helming þeirrar upphæðar sem nú er verið að reyna að pinna á Frammara fyrir 90% lánin.... sem kostuðu á endanum svipað og 110% leiðin eða um 35 milljarða.
Óskar Guðmundsson, 4.7.2013 kl. 21:05
Þeir sem ekki trúa mega fyrir mér glugga í kafla 9.6.3 í rannsóknarskýrslunni.
Óskar Guðmundsson, 4.7.2013 kl. 21:06
Er ekki kominn tími til að krefjast auðlindagjalds af vatns-ráninu frá Íslandi, í umboði Jóns Ólafssonar, á Snæfellsnesinu?
Það er, og hefur alla tíð verið einkennandi fyrir Íslenska pólitík, að verja aurana og kasta krónunum! (evran/dollarinn mun ekki breyta þeirri hugarfars-villu-staðreynd)!
Það er mikil skömm að þeirri stjórn, sem festist í gömlum fiskveiðideilum, og skilur engan veginn mikilvægi dýrmætustu auðlindar Íslands, og heimsins alls, sem er hreint vatn, sem ekki kostar eina krónu að hreinsa á Íslandi!
Hver fær hagnaðinn af vatninu sem fer frá Íslandi til Perú í dag?
Fær þjóðin hagnaðinn af vatnssölunni?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.7.2013 kl. 00:25
Já er það ekki laukrétt hjá Önnu Sigríði að verðleggja þessa auðlind sem flutt er héðan og seld til útlanda. það er annars gott að Íbúðalanasjoður hleypti vindinum út úr andstöðunni,nóg var þar fyrir.
Helga Kristjánsdóttir, 5.7.2013 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.