Evran eyðileggur samfélög

Meðaltalsatvinnuleysi upp á 12,1 prósent á evru-svæðinu felur þá staðreynd að í sumum samfélögum, einkum á jaðrinum, er atvinnuleysi 25 til 40 prósent. Viðvarandi atvinnuleysi af þessari stærð eyðileggur ungmenni sem er gert að bónbjargarfólki á þeim tíma sem það ætti að leggja grunninn að ævistarfinu og að koma upp fjölskyldu.

Meinsemd evrunnar étur sig í gegnum allt hagkerfið, eins og Gunnar Rögnvaldsson minnir okkur reglulega á.

Evran er pólitískt verkefni sem átti að sameina Evrópusambandið. Óhugsandi er að eyðileggingarmáttur  evrunnar muni auka á samstöðu eða samheldni í álfunni.

 


mbl.is 24,4 milljónir án vinnu innan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband