Torfbærinn og þjóðmenningin

Landnámsmenn byggðu skála að norskri fyrirmynd. Þjóðveldisbærinn á Stöng er slík bygging, en líklega er tilgátubærinn heldur við vöxt. Eiríksstaðir í Haukadal er skáli. Útveggi skála má sjá á Hofstöðum í Garðabæ.

Skálar voru opið rými með eldstæði, langeld fyrir miðju, og svefnfletum við langhliðar. Íslenski torfbærinn þróaðist út frá skálanum með því að útihús voru byggð við skálann. Þegar frá leið varð baðstofan aðalíverustaðurinn og stóð vanalega fjærst útidyrum til að tapa sem minnstum hita við umgang.

Gangnabærinn íslenski, torfbærinn, hýsti okkur um aldir og þar varðveittist og endurnýjaðist mannlíf og menning þjóðarinnar.

Torfbærinn er vagga þjóðmenningarinnar og bók Hjörleifs Stefánssonar fagnaðarefni.


mbl.is Íslendingar í torfbæjum í 1000 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband