Föstudagur, 28. júní 2013
12,9 prósent kusu ESB-flokkinn
Einn stjórnmálaflokkur á Íslandi bauð í vor fram þá stefnu að hag lands og þjóðar væri best borgið innan Evrópusambandsins. Samfylkingin fékk12,9 prósent fylgi við þá stefnu.
Enginn í Evrópusambandinu hefur boðið upp á óskuldbindandi viðræður um aðild. Þvert á móti segir ESB skýrt og skorinort að umsóknarkjum bjóðist aðeins leið aðlögunar inn í sambandið.
Í útgáfu ESB er aðlögun útskýrð á eftirfarandi hátt (sjá á bls. 9 )
The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.
Sem sagt: hugtakið ,,samningaviðræður" getur verið misvísandi. Aðlögunarviðræður eru með áherslu á skilyrði og tímasetningar á upptöku umsóknarríkis á regluverki ESB, sem telur 100 þúsund blaðsíður. Og þetta regluverk (sem þekkt er sem acquis, franska fyrir ,,það sem samþykkt hefur verið") er ekki umsemjanlegt.
Samfylkingin og ESB-sinnar hamast á þeim áróðri að ,,ljúka eigi viðræðum". En viðræðum verður aldrei lokið nema við ætlum inn í ESB, - annars verður enginn samningur. Og við ætlum ekki inn.
Svo einfalt er það.
Skiptar skoðanir ekki fyrirstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.