Miðvikudagur, 26. júní 2013
Þýskaland er stærra en Evrópusambandið
Þýskaland verður ekki stærsta héraðið í Stór-Evrópu Evrópusambandsins. Hápunktur Evrópusambandsins var innleiðing evrunnar um síðustu aldamót, eftir það liggur leiðin niður á við. Þjóðverjar undirbúa sig undir hægfara hnignun ESB-samstarfsins og jafnframt uppbrot evru-svæðisins, þegar Suður-Evrópa gefst upp á fastgenginu.
Þjóðverjar vita að Norður-Atlantshafsríkin Ísland, Grænland, Færeyjar og Noregur eru ekki á leiðinni inn í Evrópusambandið. Utanríkisstefna Þýskalands mun taka mið af þeirri staðreynd.
Samstarf íslendinga við Þjóðverja byggir á gömlum grunni. Það samstarf var til löngu fyrir daga ESB og varir áfram þótt ríkjasambandið líði undir lok.
Samstarf óháð afstöðunni til ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.