Mánudagur, 24. júní 2013
Samfylkingin rekur fuglahræðupólitík
Fuglahræðurök er það kallað að gera andstæðingi sínum upp sjónarmið og síðan gangrýna þau. Framsóknarflokkurinn lofaði ekki 20 prósent niðurfellingu skulda í kosningabaráttunni í vor. Samfylkingin, á hinn bóginn, vill telja fólki trú um að svo sé og gagnrýnir Framsóknarflokkinn fyrir 20 prósent loforðið sem hann gaf ekki.
Samfylkingin beið afhroð í kosningunum í vor, fékk 12,9 prósent greiddra atkvæða. Fuglahræðupólitíkin sem flokkurinn rekur núna mun ekki gera annað en að festa þá ímynd í sessi að Samfylkingin er skæruliðaflokkur sem ekki er treystandi fyrir landsstjórninni.
Koma svo, Helgi Hjörvar og fáeinir félagar sem skipa þingflokk 12,9 prósent flokksins.
Skerpt verði á loforðum Framsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ok - hverju lofaði framsóknarflokkurinn fyrir heimilin í landinu?
Rafn Guðmundsson, 24.6.2013 kl. 22:00
Það er í raun sorglegt að "tvíblindi maðurinn" (löglega og sið-blindur) heyri illa ofan á annað en það er reyndar ekki óalgengt að endurtaka þurfi bæði Hafnarfjarðarbrandara og Ljóskubrandara fyrir meðlimi Samfylkingarinnar enda virðist vera að þeir séu illa haldnir athygglisbresti.
Hverju var lofað?
Framsókn lofaði lækkun á skuldum heimilanna um allt að 320 ma með peningum sem fengjust með sömu "aflabrögðum" og beitt var á okkur í IHF-banka-sölunni.
Óskar Guðmundsson, 24.6.2013 kl. 22:29
Ætli sé ekki eitthvað til við samfylkingarfóbíu ? Kannski má skoða svipaðar leiðir og farið er með köngulóafóbíu ?
Jón Ingi Cæsarsson, 24.6.2013 kl. 22:40
Samfylkingin má alls ekki vaxa upp úr þessum 12,9,svo mikinn usla gerði hún þegar hún komst til valda. Var hún að bæta einhverjum eitthvað þá og það mánuði eftir valdatöku,? Held nú síður byrjaði á að skerða elli og örorkulífeyri. Og svo þetta,getur verið að það hafi hlaupið í stjórnendur Rúv.? Eða á það sér eðlilegar skýringar að nú sést ekki Dorritt og Ólafur í myndasyrpu sem jafnan er leikin fyrir fréttir.
Helga Kristjánsdóttir, 25.6.2013 kl. 00:12
I siðustu skoðanakönnum er Samfó komin niður i um 11% og fer ört lækkandi ..er ekki nema von ...þetta er ekki mönnum bjóðandi þessi Fuglahræðu politik !!
rhansen, 25.6.2013 kl. 00:35
(-:(-:(-:
Helga Kristjánsdóttir, 25.6.2013 kl. 00:56
Óskar og jón Ingi. Hvar hefur það komið fram að þessi loforð verði svikin.?
Aðalbjörn Þ Kjartansson, 25.6.2013 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.