Mánudagur, 24. júní 2013
Vinstrimenn líða enn fyrir Davíðsheilkennið
Áhrifamesti stjórnmálamaður á vinstri væng íslenskra stjórnmála undanfarinn aldarfjórðung er Davíð Oddsson. Samfylkingin var stofnuð til höfuðs Sjálfstæðisflokki Davíðs.
Vegna Davíðs varð Samfylkingin besti vinur Baugsveldisins og Jón Ólafsson átti einnig víst skjól og stuðning hjá Samfylkingu.
Þrátt fyrir að vera löngu hættur stjórnmálaþátttöku er Davíð enn stærsti stjórnmálamaðurinn í huga vinstrimanna. Egill Helgason og Guðmundur Andri Thorsson minna okkur á að Davíðsheilkennið er hvergi nærri að réna.
Athugasemdir
Sæll Páll; sem og aðrir gestir, þínir !
Enginn; er ég nú vinstri maðurinn, sem lesendum þínum flesturm - sem og öðrum skrifurum er vel kunnugt, en ég má til að atyrða þig fyrir endalausa Davíðs (Oddssonar) þjónkunina, síðuhafi góður.
Davíð Oddsson; er álíka / og hefir verið, ''gagnsamur'' Íslendingum, líkt og Pol Pot var,Kambódíumönnum, forðum (1975 - 1979) álíka miklir óþverrar og úrþvætti, því miður, Páll minn.
Með beztu kveðjum; samt - sem áður /, með von um vaxandi og aukinn sjóndeildarhring Páls síðuhafa, héreftir; vitaskuld /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 16:20
Hér áður fyrr var Grýla gamla notadrjúgt uppeldistæki.
Pólitíkin dregur dám sinn af þessum gamla hræðsluáróðri, bara spurning hverjum er ætlað að leika Grýlu hverju sinni.
Enginn trúir lengur á Grýlu gömlu og líklega er notagildi DO grýlunnar að syngja sitt síðasta.
Bara spurning hver gegnir hlutverkinu næst; vonandi verður enginn verðugur sniðgenginn?
Kolbrún Hilmars, 24.6.2013 kl. 18:15
Hvað segirðu ... er Davíð hættur?
Þórhallur Birgir Jósepsson, 25.6.2013 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.