Mánudagur, 24. júní 2013
Bætt lífskjör fremur en niðurfærsla skulda
Almenn niðurfærsla skulda er tæki mið af hrunárinu 2008 er allt í senn óskilvirk, ósanngjörn og óskynsamleg. Seðlabankinn hefur útskýrt óskilvirknina. Almenn niðurfærsla skulda er ósanngjörn vegna þess að þeir skuldugustu fá mest í sinn hlut. Og niðurfærslan er óskynsamleg vegna þess að almennu pólitísku skilaboðin eru þau að ráðdeild og ábyrgð í fjármálum skipta ekki máli vegna þess að ríkið kemur fjármálaóreiðufólki til bjargar.
Sérstakar ráðstafanir eru í boði fyrir þá sem urðu illa úti í hruninu, t.d. þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð í aðdraganda hrunsins. Það er sanngirnismál. En að ríkissjóður dæli peningum til braskara og óreiðufólks sem tók fasteignalán fyrir neyslu er algerlega út í bláinn.
Nærtækara er fyrir ríkisstjórnina að beita sér fyrir almennum aðgerðum til að bæta lífskjör í landinu og reka ríkissjóð með ráðdeild og ábyrgð. Það er sanngjarnt, skilvirkt og skynsamlegt.
Niðurfærsla lána óskilvirk og dýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flöt niðurfelling skulda gengur ekki.En ég er ósammála þér að það eigi ekki að leiðrétta hjá þeim sem sannarlega urðu fyrir tjóni vegna hrunsins 2008.Menn hafa verið að halda því fram að betra sé að nota peningana í að borga niður skuldir ríkissjóðs.Ég tel að skuldavandinn sé þrenns konar.1.Skuldir ríkissjóðs.2.snjóhengjan.3.skuldir almennings.Ekkert af þessu þrennu er hægt að láta hverfa.Þetta er spurning um að bjarga verðmætum.Fyrst þarf að ráðast á snjóhengjuna svo að það sé hægt að afletta gjaldeyrishöft.Síðan skuldir almennings,ekki allra að sjálfsögðu því það urðu ekki allir fyrir tjóni.En þessar skuldir hverfa ekkert heldur lenda á íbúðarlánasjóði og öðrum lántakendum ef fólki er ekki gert kleyft að borga og enda á ríkissjóðnum þ.e.okkur sjálfum.Auk þess þarf að auka bjartsýni og tiltrú í þjóðfélaginu því við erum að fara í uppbyggingu,ekki satt.En því sem verður ekki bjargað t.d.fólki sem sjálft hefur komið sér í bobba með óráðssíu á að sjálfsögðu að láta eiga sig.
Jósef Smári Ásmundsson, 24.6.2013 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.