Sunnudagur, 23. júní 2013
Ónýtar íslenskar háskólastofnanir
Úttekt ríkisstjórnarinnar á stöðu Evrópusambandsins og framtíðarhorfum getur ekki byggt á íslenskum háskólastofnunum sem gefa sig út fyrir að hafa Evrópumál sem viðfangsefni enda eru þær löngu orðnar áróðursmiðstöðvar fyrir ESB-sinna.
Baldur Þórhallsson prófessor við Háskóla Íslands og varaþingmaður Samfylkingar rekur smáríkjasetur undir merkjum Háskóla Íslands. Baldur er stækur ESB-sinni og löngu búinn að skrifa sig út úr faglegri umfjöllun um Evrópusambandið. Á Bifröst er Eiríkur Bergmann, sem ber doktorsnafnbót frá Baldri, með Evrópusetur sem er sama marki brennt og fyrirbæri Baldurs: Evrópumál eru ekki rædd á faglegum forsendum og alls ekki hlutlægum heldur ræður trúarsetningin ,,Ísland í ESB" ferðinni.
Styrmir Gunnarsson ráðleggur ríkisstjórninni á Evrópuvaktinni:
Því miður er það svo, að stofnanir hér innanlands, sem hefðu átt að koma til greina við slíka úttekt hafa fyrirgert rétti sínum til þess með því að breytast í áróðursstofnanir fyrir aðild Íslands að ESB. Af þeim sökum er ekki hægt að taka mark á nokkru því, sem frá þeim kemur um þróun ESB.
Til að fá hlutlæga og faglega mynd af þróun Evrópusambandsins verður að leita til erlendra rannsóknastofnana. Það er mergurinn málsins.
Athugasemdir
Hvernig væri nú, Páll, að þú farir að vera sjálfum þér samkvæmur og takir til við að berjast af jafn miklum krafti gegn aðild Íslands að NATO og aðildinni að ESB? Eða ertu, þegar öllu er á botninn hvorft, bara auðvirðilegur leigupenni Hádegismóra, LÍÚ, og glæpasamtakanna, sem kenna sig við sjálfstæði og framsókn?
Það þarf engar ,,faglegar" erlendar rannsóknarstofnanir til að úrskurða eitt eða neitt fyrir okkur um ESB. ESB er, rétt eins og NATO og USA, burðarásar heimsvaldastefnu kapítalismans og útþenslustefnu hans.
Það væri hollt fyrir ykkur Davíð, Styrmi og þig að lesa meðfylgjandi grein: http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1303625/?fb=1
Jóhannes Ragnarsson, 23.6.2013 kl. 16:38
Alveg rétt hjá þér Páll. Hvernig getur háskólinn verið hlutlaus eða byggt á hlutlausu mati þegar innanbúðar menn þar halda hvorki vatni né vindi yfir esb og haga sér eins og svartmunkar á vegum esb. Slíkum stofnunum er ekki hægt að treysta.
Ómar Gíslason, 23.6.2013 kl. 18:36
Háskólinn getur vel haldið bæði vatni og vindi þrátt fyrir svartstakkarugludalla á borð við Baldur Þórhallsson, Eirík Bergmann og Hannes Hólmstein Gissurarson.
Jóhannes Ragnarsson, 23.6.2013 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.