Laugardagur, 22. júní 2013
Hægfara andlát ESB-umsóknar
Ríkisstjórnin virðist velja þá leið að kæfa ESB-umsókn Samfylkingar (12,9%) hægt en örugglega. Traustur andstæðingur ESB-aðildar Íslands, Gunnar Bragi Sveinsson, er utanríkisráðherra. Strax við embættistöku stöðvaði hann alla vinnu við umsóknina, fór síðan til Brussel og tilkynnti ESB að ótímabundið hlé yrði gert á aðlögunarviðræðum Íslands.
Utanríkisráðherra ítrekar að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs muni ekki efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðu þjóðarinnar til Evrópusambandsins. Ríkisstjórnarflokkarnir eru með skýrt umboð frá kjósendum að stöðva aðildarferlið. Ef stjórnarflokkarnir, annar hvor eða báðir, skipta um skoðun varðandi ESB-aðild Íslands, kæmi til greina að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort endurvekja ætti umsóknina. Annars ekki.
ESB-sinnar á Íslandi með stuðningi frá Brussel munu setja þrýsting á ríkisstjórnina að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Fari þessi þrýstingur vaxandi ætti ríkisstjórnin að bretta upp ermarnar og klára málið með því að meirihluti alþingis samþykki þingsályktun um afturköllun umsóknar Samfylkingar frá 16. júlí 2009.
Þjóðaratkvæði um ESB ekki á dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað, annað væri að viðurkenna valdnýðslu Samfylkingar og hluta Vinstri grænna frá 16.júlí 2009.
Helga Kristjánsdóttir, 22.6.2013 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.