ESB-sinnar stela Snorra Sturlusyni

Í Snorrastofu í Reykholti er sýning um rithöfundinn og stjórnmálamanninn Snorra Sturluson. Snorri var margslunginn höfundur, skrifaði um goðaheima, skáldskap, sögu Noregskonunga og líkast til Eglu.

Snorri var næmur á sjálfstæði þjóða. Hann skrifaði um hvernig Færeyingar töpuðu forræði sinna mála til Noregskonungs. Þá er Snorra að þakka að við eigum ræðu Einars Þveræings sem geymir sígild varnaðarorð gegn ásælni erlendra yfirvalda.

Sýningin á Snorrastofu býr til Evrópuvæddan Snorra Sturluson. Í tví- eða þrígang er Snorri sagður dæmigerður Evrópumaður. Hugtakið Evrópumaður var ekki til á dögum Snorra og það er heldur ekki gjaldgengt skýringarhugtak. Það er seinni tíma skrípayrði sem fær merkingu sína frá Evrópusambandinu. Eða segir hugtakið Ameríkumaður okkur eitthvað?

Snorri var íslenskur, hann var norrænn, hann var kristinn og einnig var hann miðaldamaður. Í ljósi þess tímabils sem kemur á eftir miðöldum, nýöld, og hlut Íslendinga við að kanna lönd í vestri væri jafnvel nærtækara að nefna Snorra landnemahöfund - en alls ekki Evrópumann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband