Kvótinn, menningin og baráttan um Ísland

Harðar deilur um kvótakerfið fylla brátt þrjá áratugi og sér ekki fyrir endann á. Stjórnarandstaðan, VG og Samfylking,  hyggst smíða sér Icesave-atburðarás með undirskriftarlistum til forsetans að lækka ekki veiðileyfagjaldið.

Kvótakerfið er ,,hart" pólitískt deilumál þar sem tekist er á um skilgreiningu hagsmuna. Menningin er ,,mjúkt" deilumál þar sem hagsmunir eru ekki eins vel skilgreindir. Mjúk deilumál lúta að menningu og lífsviðhorfum, til dæmis yfirstjórn RÚV, sem stjórnarandstaðan gerir sér einnig mat úr.

Í baráttunni um Ísland sjá vinstrimenn fyrir sér landauðn ef útgerðin skilar hagnaði. Vinstrimenn telja jafnframt að RÚV undir stjórn ESB-sinna verði að verja til síðasta manns, - vitnalega í pólitískum skilningi.

Vinstrimenn munu tapa yfirstandandi lotu í baráttunni um Ísland.


mbl.is Bað um að þingmaður yrði áminntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Már Guðmundsson

Að vera með fasta krónutölu á kíló í skatt fyrir afnot að auðlyndinni tel ég sangjarnt, ekki skatt af hagnaði sem fyrirtækin geta alltaf komið sér hjá að greiða með bókhaldsbrellum, en ræða má um hversu margar krónur gjaldið á að vera. Páll hvernig væri að hætta að alhæfa um þá sem skrifa undir þetta plagg ekki styð ég Samfylkinguna eða Vinstri græna frekar en fjöldi annarra sem styða þessa undirskrift,

Óli Már Guðmundsson, 20.6.2013 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband