VG verður leiðandi stjórnarstöðuafl

VG verður leiðandi stjórnarandstöðuflokkur næstu misserin. Flokkurinn var við að falla út af þingi með Steingrím J. sem formann reis upp frá dauðum með Katrínu Jakobsdóttur í leiðtogasæti. Katrín er þekkt af hófsemi í máflutningi sem eykur trúverðugleika hennar, er ávallt vel undirbúin og skelegg.

Undir forystu Katrínar gæti VG túlkað valkosti við þá hægripólitísku tóna sem sumir telja að verði óhjákvæmilegir í samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Málaflokkarnir menntun, heilbrigði og velferð eru stórpólitískir og hreyfa við kjósendum.

Á meðan VG leggur grunn að traustri málefnastöðu er Samfylkingin út í móa að röfla við sjálfa sig um steindauðu ESB-umsóknina.


mbl.is Vilja efla heilbrigðis-, velferðar- og menntamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband