Þriðjudagur, 18. júní 2013
VG verður leiðandi stjórnarstöðuafl
VG verður leiðandi stjórnarandstöðuflokkur næstu misserin. Flokkurinn var við að falla út af þingi með Steingrím J. sem formann reis upp frá dauðum með Katrínu Jakobsdóttur í leiðtogasæti. Katrín er þekkt af hófsemi í máflutningi sem eykur trúverðugleika hennar, er ávallt vel undirbúin og skelegg.
Undir forystu Katrínar gæti VG túlkað valkosti við þá hægripólitísku tóna sem sumir telja að verði óhjákvæmilegir í samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Málaflokkarnir menntun, heilbrigði og velferð eru stórpólitískir og hreyfa við kjósendum.
Á meðan VG leggur grunn að traustri málefnastöðu er Samfylkingin út í móa að röfla við sjálfa sig um steindauðu ESB-umsóknina.
Vilja efla heilbrigðis-, velferðar- og menntamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.