Sunnudagur, 16. júní 2013
Þjóðin stöðvaði ESB-ferlið 27. apríl
Sigurvegarar kosninganna, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, voru með það í stefnuskrám sínum að leggja til hliðar ESB-umsóknina sem Samfylkingin knúið í gegn sumarið 2009. Eini flokkurinn sem hélt umsókninni til streitu, téð Samfylking, fékk 12,9 prósent fylgi.
Ríkisstjórn sem er andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu getur ekki staðið í samningum um aðild. Stjórnarflokkarnir hvor um sig settu kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu sem viðbótarskilyrði fyrir því að halda aðildarferlinu áfram, - ef ESB-flokkur (les Samfylking) hefði átt aðild að ríkisstjórninni.
Þjóðin tók ákvörðun í vor að gera ESB-flokkinn að hornkerlingu íslenskra stjórnmála. Og hornkerlingar ráða ekki för í málefnum þjóðarheimilisins.
Við gerum þetta með okkar hætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég minnist þess ekki að hafa lesið eða heyrt að stjórnarflokkarnir hvor um sig settu kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu sem viðbótarskilyrði fyrir því að halda aðildarferlinu áfram ef Samfylking hefði átt aðild að ríkisstjórninni.
Er ekki síðuhafi með link á þessa yfirlýsingu?
Friðrik Friðriksson, 16.6.2013 kl. 10:03
................" Leggja til hliðar ESB-umsóknina sem Samfylkingin KNÚÐI í gegn sumarið 2009". Það eitt og sér hvernig samþykktin um umsóknina náðist,vitandi að mikill meirihluti landsmanna var henni andvígur, krefst skylirðislaust að hún sé dregim til baka. Þjóðin kaus núverandi flokka með miklum meirihluta,nær eingöngu vegna stefnu þeirra í ESB málum.
Helga Kristjánsdóttir, 16.6.2013 kl. 10:42
Friðrik, þetta er rétt hjá Páli. Ég var í hópi þeirra Landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem skildu tillöguna með þessum hætti og greiddi henni því atkvæði mitt.
Aðalinntak tillögunar var, að aðildarviðræðunm skyldi hætt. Ákvæðið um þjóðaratkvæðagreiðslu var viðhengi sem sett var fram sem varnagli, til að tryggja að þjóðin hefði lokaorðið áður en aðildarviðræður yrðu teknar upp að nýju.
Ekki veit ég um sérstakan link handa þér, annan en xd.is. Þar ættirðu að geta nálgast fundarsamþykktina. Við lestur hennar ættu forsendur túlkunar minnar og Páls að vera nokkuð augljósar.
Kristján Þorgeir Magnússon, 16.6.2013 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.