Fimmtudagur, 13. júní 2013
Þingmenn vinstriflokka þekkja ekki þjóðmenningu
Nú er það staðfest að talsmenn Samfylkingar og VG í málefnum menningar ýmist vita ekki hvað þjóðmenning er eða afneita þjóðmenningu.
Guðmundur Andri Thorsson hjó nýverið í sama knérunn. Af því tilefni var bloggað hér
Þjóðmenning er pæling um hvað gerir okkur að þjóð. Fyrrum formaður Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gíslason, orðaði þessa hugsun í titli greinasafns sem hann gaf út svo seint sem 1994: ,,Vegsemd þess og vandi að vera Íslendingur."
Skilningsleysi þingmanna VG (10,9%) og Samfylkingar (12,9%) á þjóðmenningu skýrir kannski fylgisleysi þeirra?
![]() |
Líka til kleinur í Póllandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og enn bullar Páll. Þú ert hinn eini sanni bullukall.
Baldinn, 13.6.2013 kl. 16:15
Uppgjöf fyrir eigin þjóðmenningu til þóknunar erlendum þegnum uppsker ekkert annað en vonbrigði og fyrirlitningu þeirra sem þjónkunni er ætlað að þjóna. Þekkt fyrir brigði í nágrannalöndum að innflytendur spyrja í forundran; Hver er ykkar þjóðmenning og fyrir hvaða vesaldóm glopruðuð þið ykkar menningu niður?
Sólbjörg, 15.6.2013 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.