Þriðjudagur, 11. júní 2013
Samfylkingin (12,9%) spillir samskiptum við ESB
Í lýðræðislegum kosningum nýverið kaus þjóðin í meirihluta flokka sem vilja Ísland utan Evrópusambandsins. Eini flokkurinn sem vill ESB-aðild, Samfylkingin, fékk 12,9 prósent fylgi.
Ný ríkisstjórn hefur þegar stöðvað aðlögunarferlið inn í Evrópusambandið, í samræmi við umboð sitt frá þjóðinni. Utanríkisráðherra er á leið til Brussel að útskýra stefnubreytinguna í Reykjavík.
Forsætisráðherra sagði réttilega í stefnuræðu sinni í gær:
Áframhaldandi viðræður um aðild að Evrópusambandinu fælu í sér skýra yfirlýsingu Íslands um vilja til að ganga í ESB og taka upp allt regluverk sambandsins.
Þar með liggur fyrir að núverandi ríkisstjórn getur ekki hvorttveggja haft þá stefnu að Ísland skuli standa utan ESB en jafnframt haldið áfram viðræðum um aðild. Að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald ESB-umsóknar Samfylkingar væri aðeins til að skemmta skrattanum.
Þingsályktunartillaga Samfylkingar gerir ekki annað en að spilla samskiptum nýrrar ríkisstjórnar við Evrópusambandið. Og það er svo sem í takt við skæruliðastjórnmál Össurar og félaga, - sem skilaði þeim 12,9 prósent fylgi.
Voru fyrri til að leggja fram tillöguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nákvæmlega og Össur mun ekki telja eftir ser að spilla þvi .!!
rhansen, 11.6.2013 kl. 16:38
Var einhver að segja að Álfheiður Ingadóttir væri eini skemmdarverkamaðurinn sem setið hefði á Alþingi?
Jón Valur Jensson, 11.6.2013 kl. 17:35
Það er þetta með taktinn,sem mun að öllum líkindum vekja eftirtekt þeirra í Brussel,þegar fyrirmannlegur utanríkisráðherra tilkynnir, áhugaleysi Íslendinga á að afhenda fulveldi sitt og sverja útlendri stjórnarskrá hollustu sína.
Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2013 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.