Föstudagur, 7. júní 2013
Össur falsar orð Ólafs Ragnars
Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra er aðalábyrgðarmaður misheppnuðu ESB-umsóknar ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. Össur þvældi ESB-umsókninni í gegnum þingið með hótunum gagnvart VG, lygi um ,,hraðferð inn í ESB" og blekkingum um að engin aðlögunum færi fram.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti gerði ESB-ferlið að umtalsefni á alþingi í gær. Lykilefnisgrein í ávarpi Ólafs Ragnars er þessi:
Alþingiskosningarnar skiluðu mikilvægum boðskap um stjórnarskrána og reyndar einnig skýrri niðurstöðu um framtíðarskipan fullveldisins. Afgerandi meirihluti hins nýkjörna þings er bundinn heiti um að Ísland verði utan Evrópusambandsins og málið fært í hendur þjóðarinnar.
Hér vísar forsetinn til þess að báðir stjórnarflokkarnir gáfu loforð að stöðva ESB-ferli Össurar og félaga og að ekki yrði framhald á nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar vísaði í nýafstaðnar þingkosningar en þar fékk eini ESB-flokkurinn, Samfylkingin, 12,9 prósent fylgi.
Össur Skarphéðinsson mun hafa verið á alþingi og hlýtt á ávarp forseta. Össur er á hinn bóginn með allt aðra heyrn en venjulegt fólk. Össur bloggar
Forsetinn hnýtti nefnilega haganlega slaufu sem fól í sér mjög skýra áminningu til nýrrar ríkisstjórnar um að hún standi við loforð sín um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna. Hann sagði að ný ríkisstjórn væri bundin heiti við þjóðina um að færa málið í hendur hennar. Fastar kveða menn varla sín dýrustu ljóð.
Forsetinn segir þingmenn bundna heiti að Ísland verði utan ESB en það heyrir Össur ekki. Össur segir að forsetinn ætli að knýja á um þjóðaratkvæðagreiðslu til að halda lífi í einkamálefni Samfylkingar, 12,9 prósent flokksins. Jamm.
Athugasemdir
Fyrir þá sem kjósa að lesa sjálfir hvað forsetinn sagði, þá er
ræða forsetans hérna http://www.forseti.is/media/PDF/2013_06_06_Thingsetning.pdf
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.6.2013 kl. 15:56
Eitt er eð vera ósammála ákvörðunum ráðamanna,eins og þvingaðri umsókn í Esb. annað að hafa þurft að þola blekkingar og oft hreina lygi.
Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2013 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.