VG og Samfylking sameinist undir Katrínu Jakobs

Samfylkingin rann sitt skeið á enda 27. apríl 2013 þegar flokkurinn fékk 12,9 prósent fylgi. Samfylkingin var stofnuð til að verða ,,turn" í íslenskum stjórnmálum en verður það ekki í fyrirsjáanlegri framtíð.

Foringjakreppa er í Samfylkingunni. Árni Páll er nær því að vera útrásarjaskaður sjálfstæðismaður en jafnaðarmaður.

VG getur lifað fínu jaðarlífi með 10.9 prósent fylgi enda flokkurinn stofnaður til þess að vera andófsafl. Þó vilja margir í VG meira en mótmæla, ekki síst eftir að finna hversu þekkilegt það er að stjórna ráðuneytum.

Þegar VG og Samfylking ranka við sér næsta haust verður horft yfir sviðið og metið hvað horfi til áhrifa fyrir vinstrimenn í íslenskum stjórnmálum. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en sameiningartilraun undir forystu Katrínar Jakobs.


mbl.is Katrín nýtur mests trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Kr.

Hvernig getur þú sagt að Nalla syngjandi Árni Páll sé útjaskaður Sjálfstæðismaður? Hann er miklu frekar búinn að pakka villta vinstrinu sínu í kratabúning.

Steinarr Kr. , 6.6.2013 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband