Pólitík baklandsins og berangur netstjórnmála

,,Ég heyri úr mínu baklandi," var viðkvæði stjórnmálamanna á síðustu öld þegar þeir réttlættu afstöðu sína. Með baklandi var átt við helsta stuðningslið viðkomandi sem gátu eftir atvikum verið einstaklingar, fyrirtæki eða atvinnugreinar.

Stjórnmálamenn voru í persónulegu sambandið við sitt bakland. Birtingarmynd þess var m.a. að í fundarherbergjum þingflokka á alþingi var símaklefi. Þingmenn gátu verið á þingflokksfundi en samt í símasambandi við sitt bakland.

Fyrirgreiðslupólitík var samofin baklandsstjórnmálum. Þingmenn sátu í bankaráðum og ýmsum opinberum nefndum sem útdeildu gæðum á borð við félagslegt húsnæði eða innflutningsleyfum.

Fyrirgreiðslustjórnmál ólu á spillingu og komust í ónáð þegar leið á öldina. Vaxandi krafa var um að stjórnmálamenn settu almenn lög og reglur en létu öðrum eftir útfærslu og framkvæmd.

Stjórnmálamenn urðu háðar því að ná til fleiri hópa samfélagsins en eingöngu baklandið. Með tilkomu nýmiðla á borð við blogg og vefútgáfur tók  fjölmiðlun stakkaskiptum og stjórnmálamönnum var ekki nóg að eiga ítök í hefðbundnum fjölmiðlum.

Baklandið hjálpar lítið á berangri netstjórnmála.s 


mbl.is Stormasamt samstarf í gegnum tíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

........Og útdeildu gæðum eins og félagslegt húsnæði eða innflutningsleyfum,að ekki sé talað um lóðir ósjaldan stórar undir blokkir,sem byggingaraðilar högnuðust mikið á. Guðni Th. sagnfræðingur segir í grein sinni að Geir Hallgrímsson hefði talið formennsku í Sjálfstæðisflokknum erfiðasta starf sem um getur. Eitt sinn mætti ég Geir í tröppum Sjálfstæðishússins,ég á leið upp á 4.hæð til tannlæknis míns Jóns Birgis Baldurssonar. Hann bauð góðan dag sem og ég,sem bætti við “þetta átti maður eftir að vera nær daglegur gestur í Sjálfstæðishúsinu.” Hann svarar ,”já er það nokkuð erfitt”? Nei,nei ég fæ deyfingu um leið og ég er komin í stólinn minn.

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2013 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband