Vigdís Hauks og ókeypis Karl Th.

Vigdís Hauksdóttir spyr hvaða hvatir liggi að baki tilbúinni umræðu sem haldið er á lofti af skálduðum höfundum eins og Eiríki Magnússyni sem segist verkfræðingur hjá Orkuveitunni en þar á bæ kannast enginn við hann. Þessi tilbúni Eiríkur lagði sig fram um að sverta Vigdísi.

Vigdís telur einsýnt að einhverjir borgi fyrir níðskrif af þessu tagi. Það er ekkert ólíkleg tilgáta. Orðspor stjórnmálamanna ræður miklu um áhrifamátt þeirra. Í pólitík tíðkaðist löngu fyrir daga netsins að  sverta stjórnmálamenn með söguburði. 

Söguburður um stjórnmálamenn á netinu lýtur sérstökum lögmálum. Þar gildir aðferðafræði Göbbels að endurtaka lygina nógu oft og víða; á endanum tekst að draga upp þá mynd að viðkomandi sé óalandi og óferjandi.

Þeir sem verða fyrir skipulögðum söguburði af þessu tagi standa höllum fæti. Jón Bjarnason var skotspónn. Löngu áður en hann missti ráðherraembættið í ríkisstjórn Jóhönnu Sig. var búin til umræða um að allt færi í handaskolum hjá Jóni.

Skipulagður söguburður þjónar þeim tilgangi að veikja stjórnmálamenn og flokkana sem þeir tilheyra annars vegar og hins vegar að styrkja þá sem stýra söguburðinum. Að geta gengið frá pólitískum andstæðingi sýnir vald - og það telur í stjórnmálum.

Karl Th. Birgisson nær ekki upp í nef sér í hneykslun á orðum Vigdísar að einhver skyldi borga göbbelskum nettröllum til að grafa undan trúverðugleika stjórnmálamanna. Karl Th. er innanbúðarmaður í Samfylkingu. Hann fékk ýmsa bitlinga úr hendi ráðherra flokksins, t.d. skrifaði Karl Th. ræður fyrir Björgvin G. Sigurðsson.

Viðbrögð Karls Th. við orðum Vigdísar eru þau að hann ætli að skrifa ókeypis níð um Vigdísi. Hann tekur ekki fram hvort níðskrifin verða nafnlaus eins og ræðurnar sem hann samdi fyrir Björgvin G. á sínum tíma - auðvitað alveg ókeypis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Algjörlega sammála þér þarna. Þegar farið er yfir það hverjir skrifa pistla í DV, verður manni hugsað til nýskitinnar kúadellu, þar sem ógeðslegar flugur samnast að.

Björn Jónsson, 28.5.2013 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband