Frelsi, jafnrétti og bræðralag

Einkunnarorð frönsku byltingarinnar hljóma enn í nútíma þótt þau séu meira en 200 ára gömul. Með frönsku byltingunni taldist miðaldastjórnarfar liðið undir lok með sínum lögstéttum og kerfislæga ójafnrétti.

Íslendingar með Baldvin Einarsson fyrstan og Jón Sigurðsson stærstan sóttu rök í frönsku byltinguna um frelsi og jafnrétti annars vegar og hins vegar í Gamla sáttmála um stjórnskipun til að herja á Dani með og endurheimta fullveldið.

Af þríliðunni sem einkunnarorðin mynda er bræðralagið snúnasta fyrirbærið. Bræðralag er torvelt að teygja út fyrir vébönd tungumálsins. Rómverjar reyndu það, kaþólska kirkjan sömuleiðis og Evrópusambandið í nútíma en bræðralag milli þjóða sem tala ólíka tungur er tómt mál að tala um.


mbl.is Mottóið og fáninn verði sýnileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband