Fimmtudagur, 23. maí 2013
Samfylking selur miða í Titanic
Samfylkingin stóð fyrir þeim málflutningi að Ísland ætti að bjarga sér úr kreppu eftir hrun með því að ganga í Evrópusambandið. Núna eru fimm ár frá hruni, Ísland er á uppleið en Evrópusambandið á niðurleið.
Reynslan sýnir að Samfylkingin lagði rangt mat á stöðuna, bæði hvað varðar möguleika Íslands til að koma sér úr kreppu á eigin rammleik og einnig hitt hve kreppan í Evrópusambandinu er víðtæk og langvinn.
Samfylkingin þarf að gera upp við sig hvort flokkurinn ætli enn að pranga miða á Titanic inn á íslensku þjóðina.
Ísland vill ekki um borð í Titanic | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Selur miða á 5.-6. farrými,líkingin snertir mann þótt langt sé síðan þeir hörmulegu atburðir gerðust. Sundergard er með henni að lýsa misheppnuðum hugmyndum Evru-skapara,sem hefur þegar séð að hún stenst ekki ís.......
Helga Kristjánsdóttir, 24.5.2013 kl. 01:00
Það sem formaður UKIP,sagði á Evrópuþinginu 2010
er sígilt og óendanlega skynsamlegt.
Skylduskoðun bæði andstæðinga aðildar og aðildarsinna.
http://www.youtube.com/watch?v=HeMRhzbv9dw
Snorri Hansson, 24.5.2013 kl. 02:19
Snorri Hansson, 24.5.2013 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.