Miðvikudagur, 15. maí 2013
Ódýrari lúxus
Tölvur og símar eru með rándýra lúxusverðflokka þar sem neytandinn kaupir ímynd fremur en hagnýt gæði. Bílar eru líka með lúxusverðflokka. Porche-jepplingurinn sem kostar 15 milljónir hefur sama hagnýta gildið og KIA-jepplingur sem kostar helmingi minna.
Vísbendingar eru um að lúxuskaup sem áður voru í bílum hafi færst yfir í raftæki eins og tölvur og síma. Þótt 200 þúsund króna sími geri ekki jafn mikið fyrir mann og 15 milljón króna jepplingur er alltaf jafn gaman að spreða svolítið.
Á raðgreiðslum.
Símar og tölvur seljast grimmt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.