Fríverslun í orði en ekki á borði

Áður en fríverslunarviðræður Bandaríkjanna og Evrópusambandsins hefjast eru komin fram skilyrði sem nánast tryggja að ekkert verði úr fríverslunarsamningi milli þessara aðila.

Hluti af tilvist Evrópusambandsins gengur út að að skapa sér sérstöðu gagnvart Bandaríkjunum. Frakkar eru uppteknir af þessari sérstöðu í meira mæli en aðrar þjóðin hins 27-ríkja Evrópusambands.

Samfylkingar-panikkið sem Össur reyndi að píska upp þegar tilkynnt var um að ESB og Bandaríkin ætluðu að ræða fríverslun gekk út á að Ísland yrði útundan í því ferli. Dálítið broslegt.


mbl.is Ráðherrar vilja undanskilja hljóð- og myndefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það vita flestir raunsæir menn að Evrópa getur ekki staðið í neinni fríverzlaun og þá sérstaklega Frakkland.

Til dæmis franskur landbúnaður stæðist enga samkeppni nema með verndartollum og styrkjum, svo ekki sé talað um fáránlegar reglugerðir til að halda samkeppnini frá frönskum mörkuðum og öðrum mörkuðum í Evrópu.

Vonandi samþykkja samningamenn BNA ekki svona þykjastuni fríverzlaunarsamkomulag.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.5.2013 kl. 13:04

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sem dæmi; hvernig myndi ESB-USA fríverslunarsamningur höndla samkeppni Boeing og Airbus?

Kolbrún Hilmars, 14.5.2013 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband