ESB-sinnar og 12,9% flokkurinn

ESB-sinnar á Íslandi eiga erfitt með að horfast í augu við staðreyndir. Flokkurinn þeirra, Samfylkingin, fékk 12,9 prósent atkvæðanna í þingkosningunum 27. apríl. Þar með er ESB-umsóknin dauð.

Tilraunir ESB-sinna að kalla aðlögunarferlið inn í Evrópusambandið ,,klárum málið" eru reglulega afhjúpaðar, síðast í pistli Björns Bjarnasonar á Evrópuvaktinni.

Fyrir Samfylkinguna er það umhugsunarefni að ESB-sinnar, sem þó mælast reglulega með 20-30 prósent þjóðarinnar, skulu ekki telja ESB-umsóknina mikilvægari en svo að aðeins lítill hluti þeirra greiðir Samfylkingunni atkvæði sitt.

Þegar Samfylkingin nær meðvitund á ný hlýtur forystan þar á bæ að skilja að búið er að prófa ESB-málið til kjörfylgis og það virkar einfaldlega ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta mál er eiginlega grátfyndið, með jásinna, og verður sennilega haft sem grín milli fólks í árafjöld, og vitnað í þessa vitleysinga sem dæmi um heilaþvott.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2013 kl. 13:19

2 Smámynd: rhansen

þetta er orðið dyrt Jásinna  gaman ...og spurnig hvernar tekst að fara hafa gaman af þvi ?...Grát alvarlegt þvi miður hvað lengi fólk er buið að lata teyma sig á asnaeyrunum   og sumir vilja láta sig hafa það áfram ......Svo löng eru þau eyru !!

rhansen, 9.5.2013 kl. 16:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þau eru orðin ansi löng, en tungan hefur lengst líka, með lyginni sem er endurtekinn sífellt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2013 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband