Þriðjudagur, 7. maí 2013
Verslunin næst ósvífnasta atvinnugreinin
Verslunin hirðir gengishækkun krónunnar. Neytendur fá ekki lægra vöruverð nema með því að versla við útlönd beint, annað hvort með því að fara þangað sjálfir er með póstverslun.
Offjárfestingar verslunarinnar, Smáralind er skýrasta dæmið, krefjast milljarða í vaxtagreiðslur. Verslunin notar hvert tækifæri til að maka krókinn. Verslunin lækkar verð seint og illa þegar gengi krónunnar styrkist en er fljót til að hækka vöruverð þegar krónan lækkar, eins og skýrsla Rannsóknarseturs verslunarinnar sýndi svart á hvítu.
Verslunin er sú starfsgrein, næst á eftir bankastarfsemi, sem er hvað ósvífnust í samskiptum við almenning.
Raungengið ekki hærra frá hruni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verslunin og koníaksklúbbur verslunaráðs sem skrifar heilu frumvörpin og sendir til þjóna sinna á alþingi með hliðrunum fyrir þá. Og svo er Að verktakamafían sem með sama hætti býr til matarholur í fjárlögum með fulltrúa sína inni á þingi og í sveitastjórnum. Hættulegustu afætur samfélagsins.
Allir með her almannatengla í vinnu til að matreiða arðrán ofan í lýðinn.
Síðast var það niðurfelling tolla og vörugjalda til að búa til olnbogarúm fyrir álagningu innávið þar sem bein álagning er komin langt útyfir sársaukamörk.
Svo má nefna fasteignafélögin sem nú eru ,eppar vogunarsjóða í að breyta krónueignum í fjárfestingar með þeim afleiðingum að það er að myndast bóla á fasteignamarkaði og gengishækkun svo múgurinn fáí nú að borga óbeint upp tap þeirra í komandi samningum um snjóhengjuna.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.5.2013 kl. 14:49
Verktakamafían þarf hátæknisjúkrahús og rándýrar hallir undir fræðastarfsemi. Ekki fólkið. Vitfirrt þarfagreiningin er þeirra en ekki okkar. Við fáum þó að borga náðasamlegast.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.5.2013 kl. 14:51
Erum við neytendur sjálfir ekki mestu sökudólgarnir að hætta að versla við þá og svelta þá til hlýðni?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 16:51
Páll útskýrði reyndar ekki hver væri ósvífnasta atvinnugreinin. Líklegt er þó að sú sé á einhverjum stalli í fjármálakerfinu.
Jón Steinar minntist á verktakamafíuna, en það er ekki hún sem á upptökin að því gífurlega raski sem nú á sér stað við Suðurgötuna, þar sem gamli Melavöllurinn var í den.
Hafi einhver búist við því að hátæknisjúkrahús væri efst á framkvæmdalista fráfarandi stjórnar verður hinn sami fyrir vonbrigðum.
Endilega gerið ykkur ferð á vettvang og sjáið grunninn og umfangið við húsbyggingu íslenskra fræða!
Kolbrún Hilmars, 7.5.2013 kl. 17:45
Það að saka verslunina um að stýrast af græðgi er nokkurnvegin eins og að saka hafið um að vera blautt, ekki satt?
Það eina sem fær verslanir til að hegða sér á sanngjarnan máta gagnvart neytendum er óttin við að ríkið beyti sér fyrir breytingum. Og ég leyfi mér að efast um að flokkarnir sem aflífuðu samkeppnisstofnun fyrir að hafa vegið að olíufélögunum munu flýta sér í að herða lög varðandi verslanir.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 17:57
Trúlegast er yfirbygging, skattar og gjöld ásamt markaðs- og launkostnaði of dýr í mörgum tilvikum með tilliti til fólksfæðar á Íslandi. Það er hægt að bæta úr með því að reka margar póstverslanir, stórar og smáar þá verður Ísland eins og einn stór sveitabær. Tugþúsundir missa auðvitað atvinnu og frekar dauflegt verður um að litast. En hvað er sá fórnarkostnaður á móti því að koma í veg fyrir einkagróða eigenda.
Raunin er að flestar smáverslanir og innflutningsfyrirtæki hafa tekið á sig stærsta hluta af gengishrunin sl.fjögur ár af ótta við að missa öll viðskiptin. Ekki að undra að verð lækki ekki þegar varan hafði aldrei hækkað nema brot af því sem þurfti. Það eru bara stóru verslunarkeðjurnar sem hugsanlega hafa látið allar hækkanir fara út í verðlagið. Ólíufélögin eru engin venjuleg verslunarfyrirtæki og lúta öðrum gildum, eins er hátæknisjúkrahús gróðra- og verktakaflétta margra.
Sólbjörg, 7.5.2013 kl. 18:42
Engir mótmælir því að eigendur fyrirtækja mega græða pening en það verður að líta á það í því samhengi að samkeppni ætti að tryggja að gróðin væri alltaf að nálgast núll (eða það mark sem eigandin vill ekki fara fyrir neðan) því markaðs aðilar eru að keppa um að fá viðskiptavinina til sín með lágu verði oftast. Það að gróðin hækki og hækki er merki um að engin er að keppa um eitt eða neitt.
Ef verslanir tóku á sig verðbólgu og gengishrun síðustu fjögurra ára án þess að fara á hausin við það þá verðum við að spurja einfaldrar spurningar, hversu mikið voruð þið að okra á okkur fyrir hrun?
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 19:19
Elfar ofurgróðri margra er út yfir öll álagsmörk, en fjöldi fyrirtækja hefur líka farið í þrot og önnur hafa lifað af með því að skera allt niður og aðallega starfsmannafjölda, selt eignir eða minnkað við sig. Gríðarlega mörg fyrirtæki í dag eru í eigu banka eða ríkisins.
Sólbjörg, 8.5.2013 kl. 07:37
Og það er bara allt í lagi að reka samkeppnisfyrirtæki í pilsfaldi fjármálastofnanna og eiga í beinni samkeppni við næsta viðskiptamann úti í bæ? Sá hinn sami er jafnvel að borga af sínum lánum, til sama fjármálafyrirtækis og liggur jafnvel undir allskyns hótunum.
Nei hér er enginn pottur brotinn, hér þarf samkeppniseftirlitið ekki að skoða neitt.
Það er ekki nema von að verslun í landinu sé á brauðfótum. Framganga hennar gagnvart sínum viðskiptavinum er löngu komin út fyrir öll velsæmismörk. Hringl í verðum á vörum, eingöngu ætlað til þess að brengla verðskyn neytenda er eitt dæmið.
Hitt er síðan þessi herferð sem er í gangi hjá SVÞ varðandi lækkun á álögum innfluttra matvara. Fyrir mér er þetta ekkert annað en ákveðin flétta, aðallega til þess fallinn að þjarma að framleiðendum hér heima.
Maður heyrir síðan ekkert frá þessu sömu samtökum varðandi kröfu á niðurfellingu á gjöldum af barnavörum, s.s. fötum. Þar er bara kvartað yfir verslunarferðum landans og fatakaupum á yngstu kynslóðina.
Sindri Karl Sigurðsson, 8.5.2013 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.