Mánudagur, 6. maí 2013
dr. Eiríkur skiptir um söluvöru
dr. Eiríkur Bergmann á Bifröst reyndi lengi að selja Íslendingum aðild að Evrópusambandinu. Eiríkur var ritstjóri Evrópuútgáfu Samfylkingar og fékk doktorsgráðuna frá varaþingmanni Samfylkingar, Baldri Þórhallssyni. Hann er handhafi verðlaunanna fyrir einfeldningslegustu rökin fyrir ESB-aðild: að það yrði einfaldara að versla á netinu.
Eftir að tók að halla á ESB-sinna á Íslandi og Evrópusambandið varð lélegri söluvara hætti Eiríkur smátt og smátt að helga sig Evrópumálum.
Nýjasta sérsvið dr. Eiríks er hrunið á Íslandi. Eins og alltaf þegar Eiríkur á í hlut verða stórkostlegar jarðhræringar þegar hann mundar stílvopnið. Nú heitir það í fréttatilkynningu frá doktornum að erlent útgáfufélag hafi gert við hann ,,risasamning."
Við bíðum spennt eftir næsta afreki þessa andans manns. Nóbelsverðlaunin hljóta að vera á næsta leiti. Eina spurningin er hvort þau verða fyrir hagvísindi eða skáldskap.
Athugasemdir
.
flissa ofan í kaffið mitt ;)
.
Gunnar Rögnvaldsson, 6.5.2013 kl. 22:17
Hehehehehe...
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2013 kl. 22:50
Loksins hef ég tíma til að líta inn eftir alltof langan vinnudag þótt gamall unglingur sé. Í mínum bolla er te,það hristist á borðinu eins og alvöru teborðshreyfing.
Helga Kristjánsdóttir, 6.5.2013 kl. 23:58
Bergmann þessi hefur vakið sérstaklega athygli mína frá því að hann byrjaði að þenja sig opinberlega. Venjulega þó ekki fyrir skarplegar athugasemdir né málflutning. Hvernig fór hann að því að verða doktor? Í hverju er hans rannsóknaverkvefni fólgið?
Halldór Jónsson, 7.5.2013 kl. 11:56
En ekki vantaði, að Eiríkur hafi verið á rauða dreglinum hjá fjölmiðlungum æ síðan, fastagestur hjá Hallgrími Thorsteinsson "Í vikulokin", Spegilsmönnum á Rúvinu og Silfur-Agli. Í sömu skúmaskotum er Baldur Þórhallsson ennfremur tilkallaður sí og æ sem óháður álitsgjafi, milli þess sem hann þjónar sem varaþingmaður Samfylkingar.
Jón Valur Jensson, 7.5.2013 kl. 23:08
Baldur hefur þjónað "vel" sem ESB-málsvari, enda aðnjótandi 7,5 millj. kr. Brusselstyrks til sinnar Alþjóðastofnunar við HÍ. Sjá einnig hér: http://blogg.visir.is/jvj/2010/10/28/esb-postuli/
Jón Valur Jensson, 7.5.2013 kl. 23:15
Sæll kæri Páll.
Já ég tek undir með Halldóri með það hvers kyns doktorsgráða Eiríks er ? Hann virðist ekki fræðimaður þeirrar gerðar að geta ransakað hvert atriði niður í rót og hugað að öllum hliðum máls eins og sönnum doktorsritgerðarsmíðamanni sæmir eftir almennum reglum þar um sem háskólar um heim allan krefjast - að lágmarki. Það sýna greinar hans og viðtöl við hann í fjölmiðlun að minnsta kosti.
Það væri gustuk að einhver næði sér í ritsmíðina og setti hana á netið landslýð til fróðleiks ellegar skeemmtunar ef vill.
Var ekki hérna um árið einn snillingurinn dr. Ingimar sem lærði til íþrótta í Leipzig í tíð kommúnistaofríkis þar á bæ ? Þar fékk hann afhenta doktorsgráðu gegn ritgerð sem einhver spaugari, sem kunni þýzku, sótti eintak af til háskólans í Leipzig og þýddi í heilu lagi á ylhýra móðurmálið okkar. Þetta var síðan fjölritað og sett í bókabúðir ef ég man rétt og var annað hvort ókeypis eða kostaði fáeinar krónur hvert eintak hinnar merku íþrótta-ritgerðar doktorsins. Þetta var reyndar gert doktornum til háðungar þar sem mörgum þotti illa farið með skóglendi að eypða því í slíka prentun.
Ég auglýsi hér með eftir einhverjum til að finna ritgerð doktorsins frá Bifrröst !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.5.2013 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.