Rannsóknanefnd um ESB-ferlið

ESB-ferlið sem hófst með samþykkt á alþingi 16. júlí 2009 um að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu er um margt undarlegt. Þingmenn VG, sem samþykktu þingsályktunartillöguna, sögðu sumir að þeir væru ekki fylgjandi að Íslandi yrði aðili að Evrópusambandinu.

Hvorki ríkisstjórnin né meirihluti alþingis gerði athugun á því hvort Evrópusambandið leyfði óskuldbindandi samningaviðræður þar sem engin aðlögun færi fram á meðan samningaviðræður stæðu yfir. Ljóst er af opinberum textum ESB að sambandið tekur aðeins inn ríki á grundvelli aðlögunar, sem felur í sér að umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp lög og reglur ESB.

Styrmir Gunnarsson hvetur til þess að ný ríkisstjórn taki saman skýrslu um hvernig staðið var að ESB-ferlinu af hálfu ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. Ekki veitir af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bendir sú staðreynd að við séum að þiggja IPA styrki til þess að við séum ekki í aðlögun? Það ætti að vera ein rökrétt spurning. Þessir styrkir eru sérstaklega ætlaðir til aðlögunnar.

Hvað segja evrópusinnar? Eru þetta bara svona aumingjagæska og gjafmildi eða keypt aðlögun?

Væri voða gaman að sjá þrætt fyrir það.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2013 kl. 13:26

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sammála þvi að þetta þarf að rannsaka og fá útekt á, því það er ljóst að hætta er á því að í ljós komi ósannindi um ferlið auk lögbrota og stjórnarskrárbrota sem væru sannarlega tilefni landsdóms.

Það má líka rannsaka athafnir Seðlabankans undanfarin misseri og tek ég þá m.a. til sölu þeirra á þessum danska banka á hrakvirði. Tiltæki sem gæti verið talsvert stærra tap fyrir okkur en Icesave málið illræmda. Sé einhverja tugthúsdóma þar i hyllingum og einbeittan brotavilja. Svo er það lánið frá AGS sem aldrei yfirgaf lánveitandann en hefur kostað okkur milljarðatugi í vexti. Minnir að það séu ansi hörð viðurlög við þeim gerningi.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2013 kl. 13:32

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hér eiga að fara fram rannsóknir vegna Landráða samkvæmt kafa X hegningarlaga. Það á líka að taka þessu ESB feril sem brot á stjórnarskrá sem það er. Það var aldrei haldin ríkisráðsfundur um málið eftir að þingsályktuninni var samþykkt. Forseti Íslands var ekki heldur látin skrifa undir plaggið enda mátti hann það ekki og hefði heldur ekki gert. Lesið nú einusinni kafla X

Valdimar Samúelsson, 2.5.2013 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband