Sterk málamiðlun til hægri, veik til vinstri

Samsteypustjórnir eru málamiðlun, eðli málsins samkvæmt. Framsóknarflokkurinn er miðja íslenskra stjórnmála og er með í hendi sér hvort unnið verður til vinstri eða hægri. Miðhægri kosturinn er sterk tveggja flokka stjórn sigurvegara kosninganna.

Miðvinstristjórn er veik þriggja flokka stjórn Framsóknarflokksins og þeirra sem töpuðu kosningunum með svo afgerandi hætti að annað eins hefur ekki sést í samanlagðri stjórnmálsögu landsins.

Miðvinstristjórn yrði ruslahrúgustjórn er mætti fyrirlitningu og andstyggð frá fyrsta degi, svo einfalt er það.


mbl.is Segir Sigmund leggja ákveðnar línur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Páll. Það er kominn tími til að vilji kjósenda verði virtur, ekki hundsaður eins og allt hjá Steingrími J. eða þegar VG/Samfylking sóttu um ESB- aðild.

Þessi leikur Sigmundar Davíðs að eldinum er ekki viturlegur. Hann sem hefur haft ímynd hins trausta sem gerir flest rétt og opinskátt á ekki að feta Jóhönnu- leyndarveginn til glötunar.

Ívar Pálsson, 2.5.2013 kl. 12:43

2 Smámynd: Samstaða þjóðar

 

Minnihlutastjórn Framsóknar verður stöðugt líklegri niðurstaða og það er góður kostur, svo framarlega sem forseti Lýðveldisins styður þá stjórn.

 

Aðskilnaður lögsetningarvalds og framkvæmdavalds er forsenda þess stjórnarforms sem nefnist lýðveldi. Minnihlutastjórn er auðvitað ekki utanþingsstjórn, en hún væri gott skref í áttina að eðlilegu lýðveldi.

 Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 2.5.2013 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband