Miðvikudagur, 1. maí 2013
Virðing fyrir þjóðarvilja er fyrsta skrefið
Þjóðin refsaði VG og Samfylkingu fyrir að virða ekki þjóðarviljann. Í veigamiklum málum, ESB-umsókn og stjórnarskrármálinu, var vinstristjórnin í beinu stríði við meirihluta þjóðarinnar. Vinstriflokkunum var refsað með því að þjóðin skar þingflokka þeirra niður við trog. Samanlögð þingmannatala VG og Samfylkingar nær ekki þingflokki Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hvors um sig.
Til að endurreisa orðspor alþingis verður að byrja á því að sýna þjóðarviljanum meiri virðingu. Það verður ekki gert með því að hlusta á óráðshjal jaðarpólitíkusa um þjóðfélagstilraun með minnahlutastjórn.
Sigurvegarar kosninganna eiga að haska sér í stjórnarmyndunarviðræður og birta þjóðinni stjórnarsáttmála í byrjun næstu viku.
Lýðræðislegar minnihlutastjórnir mýta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já. Og þá eigum við að leyfa þeim að gera það.
Þetta getur tekið sinn tíma; vandamálin eru stór; reyndar tröllvaxin eftir síðustu ríkisstjón. Gefum þeim allan þann tíma sem þeir þurfa.
Í versta falli tekst ekki að mynda stjórn. Það í sjálfu sér væri hátíð miðað við þá ríkisstjórn sem fór frá. Hún var hreinleg jörðuð því hún var verri en engin.
Fjölmiðlar verða að skilja að hér stjórna þeir engu. Þeir eiga ekki heimtingu á neinu nema staðreyndum. Og staðreyndir þurfa tíma til að geta myndast. Á meðan verða þeir að konsultera ömmur sínar, vini og óvandamenn.
Á meðan getur til dæmis kommúnistagufandi DDRÚV sent út Moskvufréttir frá Albaníu Egils. Til dæmis endursýnt þátt hans um vellíðan Grikkja á evrusvæðinu. Og endursýnt allt myntruglið hans sem myndi duga í heila seríu að fábjánaþáttum
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 1.5.2013 kl. 17:00
varðandi ESB-umsóknina. þá er þjóðarviljinn að umsóknin verði kláruð - verður þá væntanlega í stjórnarsáttmálanum
Rafn Guðmundsson, 1.5.2013 kl. 18:31
Umsóknin var kláruð fyri 4 árum.
Helga Kristjánsdóttir, 2.5.2013 kl. 00:46
Það var logið að þjóðinni að hér væri hægt að kíkja í pakka. Það hefur verið marg oft sent til baka, en fólk vill ekki trúa þeim sem betur vita þar á meðal ESB sjálfu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2013 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.