ESB-sinnar skilja ekki lýðræði

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sem fengu meirihluta atkvæða í kosningunum og hafa afgerandi meirihluta á alþingi, eru báðir með þá yfirlýstu stefnu Ísland eigi að standa utan Evrópusambandsins og umsóknarferlinu skuli hætt.

Aðeins einn flokkur, Samfylkingin, leggur áherslu á að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu. Samfylkingin fékk 12,9 prósent fylgi í kosningum. Annar flokkur, Björt framtíð, vildi ,,klára samninginn" en tók ekki afstöð til þess hvort Ísland ætti að verða aðili að ESB. Björt framtíð fékk innan við tíu prósent fylgi.

Einboðið er að niðurstöður alþingiskosninganna á Íslandi 2013 leiði til þess að umsóknarferlinu inni í Evrópusambandið, sem hófst 2009, skuli hætt. Ákvörðun alþingis 16. júlí 2009 um að sækja um aðild var umboðslaus af hendi þjóðarinnar. Samfylkingin var þá eins og nú eini flokkurinn sem barðist fyrir aðild og fékk tæplega 30 prósent fylgi. Með hótunum og yfirgangi gagnvart VG var haldið í leiðangur sem nú sér fyrir endann á.

ESB-sinnar skilja ekki niðurstöðu lýðræðislegra kosninga. Formaður þeirra, Jón Steindór Valdimarsson, krefst þess að ný ríkisstjórn, hver sem hún verður, haldi aðlögunarferlinu áfram.

Til að halda umsóknarferlinu áfram þarf tvennt til: pólitíska forystu og meirihluta á alþingi. Hvorugt er fyrir hendi. Þvert á móti er afgerandi meirihluti þeirra frambjóðenda sem fengu umboð þjóðarinnar til setu á alþingi kosnir á þeim formerkjum að umsóknarferlinu skuli hætt. Algerlega er óhugsandi að meirihlutinn á nýkjörnu alþingi haldi ESB-umsókn Samfylkingar til streitu. 

Til að endurvekja umsóknarferlið yrði að koma til nýr þingmeirihluti á alþingi sem stefndi á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Og slíkur meirihluti gæti ekki orðið til án nýrra þingkosninga.

Lýðræðið felst í því að þjóðin taki afstöðu til manna og málefna. Í þingkosningunum á laugardag hafnaði þjóðin með afgerandi hætti ríkisstjórn sem stefndi á inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Utanríkisstefna Íslands er ekki lengur að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Alveg sama hvaða ríkisstjórn tekur við völdum þá er vilji þjóðarinnar skýr og meirihlutinn á alþingi er bundinn þeim vilja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég held nú að kjósendur hafi verið að hugsa um felst annað en ESB umsóknarferlið þegar þeir ákváðu hvaða flokkum þeir greiddu atkvæði sitt. Það er því ekki hægt að túlka niðurstöðurnar sem stuðning við að hætta umsóknarferlinu enda sýna skoðanakannanir allt aðra sýn þjóðarinnar á það.

Fyrir kosningarnar 2009 voru Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Borgarahreyfingin með umsókn að ESB á sinni stefnuskrá, töluðu fyrir því eða með slíkt í sinni landsfundarsamþykkt. Þessir flokkar fengu samtals meirihluta í þeim kosningum. Það var því svo sannarlega ekki umboðslaust sem sótt var um aðild.

 Og að lokum. Hvenær ætlar þú að hætta að LJÚSGA því að við séum í aðlögunarferli en ekki umsóknarferli að ESB?

Sigurður M Grétarsson, 1.5.2013 kl. 10:41

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Afsakikð innsláttarvilluna. Lokaspurningin til Páls er þessi. Hvenær ætlar þú að hætta því að LJÚGA því að við séum í aðlögunarferli en ekki umsóknarferli að ESB?

Sigurður M Grétarsson, 1.5.2013 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband