Sunnudagur, 28. apríl 2013
Þjóðin valdi lýðveldið en hafnaði þjóðfélagstilraunum
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru elstu starfandi stjórnmálaflokkar landsins. Þjóðin kaus þá flokka til forystu en hafnaði tilraunum vinstriflokkanna til stokka upp þjóðfélagið.
Það er í höndum forystu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að setja saman ríkisstjórn utan um þau gildi sem þessir flokkar standa fyrir.
Bjarni Ben. og Sigmundur Davíð gerðu sjálfum sér stóran greiða með því að setja saman ríkisstjórn strax næstu daga, ekki seinna en fyrir vikulok.
Geta myndað stjórn með 51% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, held það geti reynst erfiðarar en kanski ætti að vera eins og þú segir: ".....að setja saman ríkisstjórn utan um þau gildi sem þessir flokkar standa fyrir."
Þó að þetta væri óskastjórn margra, eins og lesa mætti úr niðurstöðum kosninganna, þá verður alla vega æði forvitnilegt að sjá hvort varðhundar verðtryggingarinnar innan Sjálfstæðisflokksins komi til með að skipa sér á bakvið einarða afstöðu Framsóknar m.a. til að leiðrétta stökkbreyttar skuldir heimilanna og fella niður verðtryggð neytendalán. Ég á nú bara eftir að sjá það gerast, en vona þó.
Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 28.4.2013 kl. 17:51
Þeir ættu að bjóða pírötum að vera með. Þeir fengju stig frá mörgum fyrir það, grunar mig.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.4.2013 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.