Fullveldisframboðin þrjú

Regnboginn, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru fullveldisframboðin þrjú. Svo heppilega vill til að þau framboðin þekja ágætlega litróf stjórnmálanna.

Regnboginn er til vinstri, Framsókn er miðjan og Sjálfstæðisflokkur til hægri.

Þessi þrjú framboð eru öll traustur kostur fullveldissinna.


mbl.is „Sama og gerðist víða í Evrópu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Páll, ef til vill er þetta of einhæf greining hjá þér.

Auðvitað stendur Regnboginn fyrir fullveldi og afneitar ESB aðild.  Ekki þar með sagt að öll við sem stöndum að framboðinu séum vinstri sinnuð. 

Enda ættu hagmunir þjóðarinnar að vega þyngra en einhverjir hægri/vinstri merkimiðar. 

Kolbrún Hilmars, 27.4.2013 kl. 13:11

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

PS.  Stenst svo ekki freistinguna að benda á að innan Regnbogans er engan ESB sinna að finna - líkt og hjá XB og XD.

Kolbrún Hilmars, 27.4.2013 kl. 13:46

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

... og enga foringja eins og Hönnu Birnu og Ragnheiði Elínu, sem væla yfir því, ef loka eigi 230 milljóna áróðursapparatinu (sem vart er farið að nota ennþá, en bíður færis), svokallaða "Evrópustofu" (nafnið sjálft áróðursblekking!). Sjá HÉR um þær ESB-varnarliðssstöllurnar og þann ískalda í leiðinni!

Ég kýs Regnbogann og hef oft mælt með honum, eina flokknum sem í grund og bund (grasrótinni og talsmanna-forystunni) er alger í sínum fullveldistrúnaði.

Jón Valur Jensson, 27.4.2013 kl. 15:19

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir leiðréttinguna, Kolbrún.

Páll Vilhjálmsson, 27.4.2013 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband