Heilbrigð viðbrögð við pólitískri kreppu

Þjóðin sýnir heilbrigð viðbrögð við þeirri pólitísku kreppu sem skall á í kjölfar hrunsins. Þjóðin refsar stjórnarflokkunum fyrir að hugsa meira um völd (svik VG í ESB-málinu og Icesave) og vantreystir Sjálfstæðisflokknum sem ekki endurnýjaði sig nema að hluta.

Fjöldi nýrra framboða er merki um að grasrótin láti ekki flokksmaskínurnar segja sér fyrir verkum.

Framsóknarflokkurinn verður stóri sigurvegari kosninganna í krafti þess að sá flokkur stokkaði fyrst upp spilin í kjölfar hruns. Framsóknarflokkurinn talaði máli þjóðarinnar í Icesave-deilunni og er traustur fullveldisflokkur.

Framsóknarflokkurinn er að upplagi miðjuflokkur og það er traustvekjandi að þjóðin þjappi sér um miðjuna en láti öfga lönd og leið.

 


mbl.is Vantraust bakgrunnur kosninganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Framsókn tekur þetta. 

Ekki vegna þess að flokkurinn sé algjörlega laus við fortíðina, ekki vegna þess að flokkurinn sé að upplagi miðjuflokkur, heldur einfaldlega vegna þess að hann á besta forystusauðinn; Sigmund Davíð.

Kolbrún Hilmars, 25.4.2013 kl. 22:18

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Já, þeir eru brattir fjölmiðlamennirnr hans Jóns Ásgeirs. Nú allir styðja Framsókn, end líklegra að Bjarni tæki upp fjölmiðafrumvarpið sem Jón Ásgeir og Árni Hauksson voru svo gramir út af. Svo koma guttarnri í fjölmiðla goðsins, eða blgga. Merkilegt hvað nokkrir silfurskildingar geta komið mönnum úr sporunum. Það var náttúruelga alveg galið að þykkja ekki 300 milljónir, nú það hefði getað verið hægt að hækka tilboðið. Smástrákarnir frá bara brot af þessu.

Sigurður Þorsteinsson, 26.4.2013 kl. 05:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband