Miðvikudagur, 24. apríl 2013
Árni Páll sér aðeins Sjálfstæðisflokkinn
Undir forystu Árna Páls Árnasonar er Samfylkingin orðin hægriflokkur sem útilokar annað stjórnarmynstur en með Sjálfstæðisflokknum. Á þennan veg greinir Stefán Ólafsson prófessor stöðu Samfylkingar undir forystu Árna Páls.
Stefán er talinn þungavigtarmaður í röðum vinstriarms Samfylkingar. Hann hefur varað við vegferð Árna Páls og m.a. gagnrýnt ofuráhersluna á Evrópumálin.
Árni Páll ætlaði sér að ná til ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum og halda áfram ESB-umsókninni.
Þegar Árni Páll lagði upp kosningastrategíu Samfylkingar mældist Sjálfstæðisflokkur með um 35 prósent fylgi og Samfylking rúm 20 prósent. Kjósendur hafa þegar sagt álit sitt á þessum valkosti: Sjálfstæðisflokkur er með um 24 prósent fylgi og Samfylking um 12 prósent.
Þjóðinni verður einfaldlega flökurt þegar ESB-stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er í kortunum.
Athugasemdir
Jæja nú fara þessar mælingar að hætta og þjóðinni að batna flökuleikinn,nema að Össur taki til við að mæla,þá fer allur skarinn að æla. Það má bara ekki á sumardaginn fyrsta. Gleðilegt sumar!!
Helga Kristjánsdóttir, 24.4.2013 kl. 17:51
Þakka þér Páll fyrir ötull skrif sem hafa skilað sínu og vel það, fastur liður hjá mér að lesa blogginn þín. Elsku Helga mín "Skjaldarmeyja Íslands" það er nú réttnefni á þig og og allar konur sem halda uppi vörnum fyrir Ísland. LOKSINS er ný ríkistjórn að fara að taka við, vegna þess er virkilega bjart yfir öllu.
Gleðilegt sumar öll!
Sólbjörg, 25.4.2013 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.