30% var ekki nóg fyrir ESB-umsókn

Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru báðir með samþykktir sem kveða á um að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. VG eru með sambærilega samþykkt.

Eini stjórnmálaflokkurinn sem vill Ísland í Evrópusambandið er Samfylkingin. Flokkurinn fékk tæp 30% fylgi í síðustu kosningum og leiddi ríkisstjórnina. Ekki dugði það fylgi til að vinna ESB-umsókninni framgang og varð Samfylkingin að sætta sig við ferlið var bremsað í aðdraganda kosninganna.

Til að vekja ESB-umsóknina til lífs á ný eftir kosningar þarf Samfylkingin að verða forystuafl í íslenskum stjórnmálum og leiða ESB-sinnaða ríkisstjórn. Ekkert slíkt er í kortunum, Samfylkingin mælist með innan við 15 prósent fylgi og jafnvel þótt hliðarspori flokksins, Bjartri framtíð, sé bætt við er samanlagt fylgi í kringum 20 prósent.

Þegar reynslan sýnir að 30 prósent flokkur kemur ESB-umsókn ekki áfram þá sjá allir viti bornir menn að tveir flokkar með í kringum 20 prósent fylgi munu ekki hnika málinu áfram.

 


mbl.is Þjóðaratkvæði fer eftir tímasetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband