Víglínan í ESB-málinu

Meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild að Evrópusambandinu. Aðeins einn flokkur berst fyrir aðild, Samfylkingin, sem mælist innan við 15 prósent.

Til að ný ríkisstjórn haldi ESB-umsókninni til streitu þarf Samfylkingin að eiga aðild að þeirri ríkisstjórn. 

Án Samfylkingar í ríkisstjórn er engin pólitísk forysta fyrir málinu í stjórnarráðinu og ESB-umsóknin er sjálfkrafa dauð.


mbl.is Meirihluti á móti inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er allveg ótrúlegt að fólk sem er á móti aðild að ESB, vill samt aðlagast ESB...

Það er eins og ekki sé enn búið að gera þjóðinni það ljóst að ekki eru samningaviðræður í gangi heldur aðlögunarferli sem endar yfirleitt með innlimun...

Kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 23.4.2013 kl. 19:56

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Sammála Ólafur. Það virði vera mjög almennt þekkingarleysi á aðlögunarferlinu sem endurspeglast í þessari könnun.

Þessi hópur sem vill ekki ganga í ESB en vill klára "samninginn" gæti ein sagt: Hey göngum í ESB, klárum að taka upp allt regluverk sambandsins og gerum allar kerfisbreytingar sem sambandið krefst. En þar sem við viljum ekki ganga í ESB og engin "samningur" er við enda regnbogans sem hægt er að kjósa um þá hættum við bara við allt saman og vindum ofan af öllu breytingu sem sambandið hefur látið okkur gera þannig að allt verði óbreytt og við ófáum milljörðunum fátækari.

Er ekki tími til komin að fólk verði upplýst um raunveruleikann.

Eggert Sigurbergsson, 23.4.2013 kl. 22:40

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég veit ekki hvað ég er oft búin að segja fólki þettai,sumir bara trúa mér ekki ,af því það kemur ekki fram í RUV.eða st2. Þannig hefur Samfylkingin þetta í hendi sér. Frosti í Framsókn var í kvöld byrjaður að nefna þetta en spyrjendur kæfðu það. Hér á bloggi og á Facebook gera flestir sér grein fyrir þessu,en aðildarsinnar gæta þess vandlega að tala um að,,sjá hvað er í boði., verðum að ná í einhvern kall á kassa niður á torgi til að leiðrétta þessa vitleysu,

Helga Kristjánsdóttir, 24.4.2013 kl. 00:06

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Helga tek undir að spyrjendurnir voru æði hlutdrægir og hjálplegir Evrópusinnum. Þeir veita ekki að það eru lög í landinu sem banna t.d. áróður stofu það eru líka lög sem Vienna Consular frá 1963. Þau eru á blogi mínu. Þessir menn vinna nema við gerum einhvað rótægt.

Valdimar Samúelsson, 24.4.2013 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband