Ţriđjudagur, 23. apríl 2013
Leiđrétt heimili og óleiđrétt
Hruniđ varđ haustiđ 2008 og afleiđingar ţess koma strax fram. Sumir, sem höfđu fariđ varlega og ekki keypt eignir nema ţćr sem ţađ réđ vel viđ, fundu lítiđ fyrir hruninu. Ţeir sem tefldu djarft í útrás stóđu frammi fyrir vanda.
Hćstaréttardómar sem gerđu ógild gengistryggđ lán komu sumum á ţurrt á međan ađrir glímdu viđ verđtryggđ lán. Fólk tókst á viđ afleiđingarnar á sínum forsendum. Atvinnuástandiđ lagađist furđu fljótt eftir hrun og fasteignaverđ hélst stöđugt.
Ef stórfelldir fjármagnsflutningar eru fyrirhugađir til einstaklinga, heimili eru jú ekki međ kennitölu og bankareikninga heldur einstaklingar, ţarf ađ taka tillit til margra ţátta.
Ef ađeins einn ţáttur er tekinn út, t.d. skuldastađa einstaklinga viđ hrun, er beinlínis veriđ ađ verđlauna ţá sem djarfastir voru í lántökum. Ţađ samrýmist ill ábyrgri fjármálastjórn ađ bera í ţá fé sem síst kunna međ ađ fara.
Sumir sem urđu fyrir búsifjum í hruninu eiga réttmćta kröfu á leiđréttingu. Sértćkar ađgerđir eru í bođi fyrir ţennan hóp. Ef rök standa til ađ auka ţar viđ er sjálfsagt ađ gera ţađ. Ađrir geta sjálfum sér um kennt og eiga ekki kröfu til samfélagsins ađ fá niđurgreiddar áhćttufjárfestingar.
Núna ţegar bráđum fimm ár eru frá hruni er ekki hćgt ađ ,,leiđrétta" heimili sem sum eru ekki lengur til. Réttlćtiđ sem menn ţykjast leiđrétta býr ađeins til nýtt óréttlćti hinna óleiđréttu heimila.
Segir heimilin fá leiđréttingu strax | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
110% leiđin var einmitt verđlaun fyrir ţá sem fóru óvarlegast.
Almenn niđurfelling myndi gagnast ţeim sem fóru varlega, skuldsettu sig ekki upp ađ mörkum greiđslugetu og áttu eigiđ fé. Sá hópur hefur í mörgum tilvikum tapađ ţví sem hann lagđi í fasteignarkaupin og borgar meira en sanngjarnt getur talist ţótt hann geti kannski krafsađ saman aurana til ţess.
Ţađ réttlćtir ekki rán ađ fórnarlambiđ geti komist af án ţess sem var rćnt.
Hans Haraldsson (IP-tala skráđ) 23.4.2013 kl. 18:10
Sá sem skuldađi 100% átti aldrei neitt. Honum ţarf ekki ađ hjálpa. En fráfarandi ríkisstjórn gerđi úr ţví mikiđ mál ţví lánveitandi hans hefđi, á pappírunum amk, tapađ sínum hlut, tvöföldum. Ef svo má orđa ţađ. Lánveitanda hans var semsagt hjálpađ!
Sá sem skuldađi 50% hefur tapađ sínum eignarhlut. Til lánveitenda. Ţeim skuldara ţarf ekki ađ hjálpa, ţví honum er bara gert ađ byrja upp á nýtt. Lánveitandinn fćr hins vegar allt sitt - fyrir rest.
Kolbrún Hilmars, 23.4.2013 kl. 18:36
Hvađ međ ţá sem áttu 10% ? Eiga ţeir ekki ađ fá leiđrétt?
Hvar liggur ţröskuldur réttlćtisins hjá fólki?
Hversu mikinn afslátt má gefa af ţví?
Guđmundur Ásgeirsson, 24.4.2013 kl. 00:12
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.