Þriðjudagur, 23. apríl 2013
Eignalaus á Land Cruiser
Eftir hrun var ég í viðtalsþætti í sjónvarpi ásamt manni um fertugt sem hafði skrifað mikið lesna grein um eignabruna sinnar kynslóðar. Maðurinn sagði frá sínum högum og annarra sem bjuggu við stórhækkuð lán og áttu erfitt að láta enda ná saman.
Maðurinn sem lenti í eignabrunanum keyrir í dag á Land Crusier. Í fyrra sá ég hann fyrir utan Ellingsen að hengja hjólhýsi aftan í jeppann.
Verðugur er maðurinn eigna sinna. En er nokkur ástæða fyrir ríkissjóð að færa Land Crusier-fólkinu meiri pening?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.