ESB krefst aukins fullveldisframsals

Kýpur var tilraunadýr Evrópusambandsins sem þarf að finna leið til að ,,bjarga" efnahagskerfum jaðarríkja án þess að kjósendur í kjarnaríkjum geri uppreisn vegna kostnaðarins sem ,,björguninni" fylgir.

Hvort evru-klúbburinn í ESB sé búinn að finna uppskrift að ,,björgun" jaðarþjóða skal ósagt. Hitt er öllum ljóst að Evrópusambandið mun krefjast aukins fullveldisframsals aðildarþjóða sinna til að koma í veg fyrir að fleiri þjóðir fari út af sporinu.

Merkel kanslari Þýskalands segir að eina leiðin til að evru-samstarfið geti virkað sé með aukinni miðstýringu á ríkisfjármálum aðildarríkjanna. Miðstýringin kalli á aukið fullveldisframsal.

Á meðan evru-ríkin 17 reyna hvað þau geta til að finna lausn á kreppunni sem stafar af því að einn og sami gjaldmiðillinn hentar ekki ólíkum hagkerfum standa þau tíu ríki álengdar sem einnig eru í ESB, en búa ekki við evru, og bíða þess hverju fram vindur.

Meðal þeirra ríkja sem ekki eru á leið í evru-samstarfið eru vina- og nágrannaþjóðir okkar eins og Bretland, Danmörk og Svíþjóð.

Það skýtur skökku við að ESB-sinnar á Íslandi telji brýnt að knýja á um aðild að sambandinu og gjaldmiðli þess þegar þjóðir sem gerst þekkja til doka við í ljósi fyrirsjáanlegra kröfu evru-ríkja um aukna miðstýrinu.


mbl.is Segir Kýpur hafa verið beitt þvingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband