Össur kallar á hjálp Benedikts

Fyrir kosningarnar 2009 var Benedikt Jóhannesson, sem titlar sig sjálfstæðismann, ötull talsmaður Samfylkingar. Hann efndi til dýrrar auglýsingaherferðar þar sem kjósendur voru hvattir til að styðja Evrópustefnu Samfylkingar. 

Verulega hallar núna á Samfylkinguna sem mælist með tíu prósent fylgi. Formaður Sjálfstæðisflokksins tekur af öll tvímæli um að ESB-umsókn Samfylkingar skuli afturkölluð. ESB-umsóknin er tilvistargrunnur Samfylkingar. Án umsóknar er flokkurinn sprungin blaðra.

Össur Skarphéðinsson yfirformaður flokksins sendir frá sér ákall í dag með eftirfarandi orðalagi:

Hvað segja nú Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn?

Hvernig ætli Benedikt Jóhannesson bregðist við? Svarar hann kallinu og efnir til uppþota í Sjálfstæðisflokknum til að styrkja Samfylkinguna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Össur karlremba,er hægt að vera evrópusinnaður svona rétt eins og að taka trú,? Horfandi á Evrópusambandið gera mistök við sköpun gjaldmiðils til brúks í öllum aðildaríkjum,hversu líklegt er þá að þeim sé treystandi til nokkurs annars. Þessir fáu fyrir utan Samfylkinguna ,sem eru að gæla við ESB. eiga svo margt sameiginlegt,svo auðsætt og rímar við auðlegð í skjól,ekkert smá sem það hefur kostað,auk seinasta upphlaups.. Íslendingar hafa séð inn í vítið sem ber að varast og munu sameinast allir sem einn í að endurreisa þjóðríkið Ísland.

Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2013 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband