Laugardagur, 20. apríl 2013
Jón Sigurðsson og Sigmundur Davíð
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hefur ekki logið upp á sig prófgráðu líkt og sumir vilja vera láta. Sigmundur Davíð stundaði framhaldsmenntun við Oxford eins og samnemendur hans vitna um.
Sigmundur Davíð lauk ekki prófi frá Oxford og hann hefur aldrei sagst hafa lokið prófi þaðan.
Jón Sigurðsson lauk heldur aldrei prófi frá Kaupmannahafnarháskóla. Engu að síður gagnaðist Jón okkur ágætlega.
Sigmundur Davíð hefur þegar sýnt sig þyngdar sinnar virði í gulli þegar hann ásamt félögum sínum í In Defense-hópnum braut á bak aftur tilraun ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. að hlekkja Icesave-skuld Landsbankans sáluga við ríkissjóðinn okkar.
Jón Sigurðsson fékk próflaus umboð þjóðarinnar á 19. öld til að vinna að hagsmunum Íslands. Við eigum að veita Sigmundi Davíð umboð okkar núna á laugardaginn - þótt hann sé próflaus.
Athugasemdir
Bíddur hvað eiga menn við með að Sigmundur hafi gert hvað í sambandi við Icesave? Nú þá sat hann held ég hjá við fyrsta Icesave samninginn. Nú var það ekki hann sem vann dómsmálið um Icesave. Nú er Icesave ekki horfið það er verið að borga það af þrotabúinu sem hefði reyndar gert það skv.stöðu þessi hvort sem við hefðum gert samning eða ekki. Síðan þarf náttúrulega að skoða hvað það kostaði okkur t.d. varðandi lánakjör og tregðu annarra að fjárfesta hér í þessi rúm 2 ár sem þessi deila tók. Skilst að Icesave hefði hugsanlega kostað þjóðina um 30 til 40 millarða en þá hefði málið verið úr sögunni 2 árum fyrr. En síðan var það Árni Páll eftir seinni þjóðaratkvæðagreiðslurna sem kallaði saman alla aðila í þessu máli og Indefence og Attak líka og skipað var svo lögfræðiteymi sem vann þetta mál en Sigmundur Davíð eins og aðrir nagaði neglunar þegar að úrskurðu EFTA dómsstólsins féll. Og allir sammála að það hafi verið lögfræðilegt afrek unnið af lögfræðiteyminu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 20.4.2013 kl. 21:20
Sammála Páll ..og það ætti þá að gera sömu kröfu á aðra formenn annara flokka .það er ekki vist það væri hagstætt ??
rhansen, 20.4.2013 kl. 21:31
Magnús:
http://en.wikipedia.org/wiki/Cognitive_dissonance#Belief_disconfirmation_paradigm
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 21:33
hh - http://en.wikipedia.org/wiki/Wishful_thinking
Rafn Guðmundsson, 20.4.2013 kl. 22:23
Jón Sigurðsson, doktor í hagfræði frá CPU:::
http://en.wikipedia.org/wiki/Columbia_Pacific_University
Bjarni G. P. Hjarðar, 20.4.2013 kl. 22:26
Varðandi villuleiðandi skrif Magnúsar nokkurs Helga hér að ofan, þá er auðvitað varla að það taki því að elta ólar við rangfærslur "JÁ-við Icesave" manna, því flestir þeirra sem tuða en um málið virðast algerlega fastir í afneitun þess að hafa haft kolrangt fyrir sér í Icesave-málinu. Greinilegt er að Helgi er gikkfastur í áróðurstölu "reiknimeistara" JÁ-hópsins, "30 til 40 milljarðar", sem þeir básúnuðu í undanfara þjóðaratkvæðagreiðslunnar 9. apríl 2011, að yrði heildarkostnaðurinn af samningnum.
Staðreyndin er hins vegar sú að 1. þessa mánaðar hefði vaxtaupphæðin, skv. Icesave III, verið komin í um 65 milljarða króna óafturkræfar greiðslur í beinhörðum gjaldeyri, sem íslenska þjóðarbúið væri búið að sjá af í þessa hít ef ólánssamningurinn hefði verið samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Og vextirnir hefðu haldið áfram að "tikka" um ókomna tíð, enda ekki búið að greiða nema um helming af höfuðstól kröfunnar en þær greiðslur hafa komið úr þrotabúi gamla Landsbankans og enginn veit hversu hratt eða hægt muni ganga með framhald á greiðslum úr því.
Það var svo frálett Árna Páli að þakka að málið vanst fyrir EFTA-dómstólnum, eins og Helgi talar um. Í fyrsta lagi var málið alls ekki á hendi viðskiptaráðuneytis Árna Páls, sem hann svo hröklaðist úr, heldur á hendi utanríkisráðuneytisins þar sem Össur réði og ræður enn ríkjum (þó að skapadægrið nálgist óðfluga).
Og varðandi það að þjóðin vann málið fyrir EFTA-dómstólnum segir Helgi: "Og allir sammála að það hafi verið lögfræðilegt afrek unnið af lögfræðiteyminu".
Þetta er auðvitað hrein fjarstæða því þó svo að Össur sjálfur hafi gortað og haldið því fram þegar dómur féll að þetta hafi verið lögfræðilegt aftrek að þá lá það orðið kristaltært fyrir löngu áður en dómur féll að Ísledningar höfðu lögin með sér. Það eina sem var að óttast var að EFTA-dómstóllinn myndi ekki gæta hlutleysis og dæma ESA í vil og þar með ESB-ríkjunum (B&H). En því sem betur fór sá dómstóllinn sóma sinn í því að dæma eftir lögunum.
Daníel Sigurðsson, 21.4.2013 kl. 03:28
Sigmundur er góður en Bjarni er betri.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.4.2013 kl. 10:54
Það var einmitt lóðið, Daníel Sigurðsson.
Kristinn Snævar Jónsson, 21.4.2013 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.