Föstudagur, 19. apríl 2013
Skoðanakönnun og trúverðugleiki Fréttablaðsins/Stöðvar 2
Ef stjórnmálaflokkur gerir skoðanakönnun um fylgi við stjórnmálaflokka er niðurstaða könnunarinnar ómarktæk, - einfaldlega vegna þess að stjórnmálaflokkurinn tekur afstöðu til niðurstöðu fyrirfram. Sama gildir um Fréttblaðið/Stöð 2 í Evrópumálum: Fréttablaðið er málgagn ESB-sinna.
Fréttblaðið hannaði skoðanakönnun í þágu ESB-sinna í september 2011 og hefur ekki þorað að endurtaka leikinn á ný undir sömu formerkjum.
En Fréttablaðið er ekki af baki dottið. Ný skoðanakönnun er gerð með fyrirframgefnum niðurstöðum um ESB-afstöðu fólks. Spurst hefur út hvernig staðið er að könnun Fréttablaðsins.
Fréttablaðið/Stöð 2 gerir ómarktækar skoðanakannanir.
Athugasemdir
..að sjálfsögðu eru þetta ómarktækar skoðanakannanir.
Friðrik Friðriksson, 19.4.2013 kl. 19:28
þvílíkt bull er þetta hjá þér Páll eða á þetta að vera brandari?
Rafn Guðmundsson, 19.4.2013 kl. 19:58
Svona gerist þegar síðuhafa líkar ekki staðreyndir.
365 daga á ári eru Vinstri græn, Samfó og ESB hans áhugamál og sjóndeildarhringurinn er orðinn ansi fátæklegur...kannski verður flugvélaverksmiðjan Airbus fyrir barðinu hjá honum því það er allt saman ESB.
Hann vill að ESB hrynji...og í leiðinni heldur hann að Ísland sleppi frá þeim afleiðingum, samt er yfir 70,5% okkar af útflutningi beint til ESB ríkjanna.
Í hjáverkum skála þeir saman Páll og Ásmundur Einar....Áfram krónan....ja..fyrir suma sko!
Taktu þér frí Páll eða áttu eftir að fá greitt frá einhverjum...skítt með staðreyndir!
Friðrik Friðriksson, 19.4.2013 kl. 20:42
Boltinn er í boði, en óneitanlega er leikmaðurinn umfangsmeira skotmark. Sérstaklega fyrir nærsýna...
Kolbrún Hilmars, 19.4.2013 kl. 21:15
nei Kolbrún - það er enginn bolti þarna
Rafn Guðmundsson, 19.4.2013 kl. 21:34
... sagði ég ekki "fyrir nærsýna", Rafn?
Kolbrún Hilmars, 19.4.2013 kl. 21:47
og þú ferð líka í manninn - hversvegna eru þá að kvarta
Rafn Guðmundsson, 19.4.2013 kl. 21:54
Rafn, nei, ekki manninn - bara nærsýna sem sjá ekki boltann
Kolbrún Hilmars, 19.4.2013 kl. 22:11
Til athugunar fyrir kl. 20.42
Skömmu eftir aðildar umsókn Ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að Evrópusambandinu, þá varð það flestum ljóst að í henni fólst afsal alls þess sem þessi þjóð hafði barist fyrir síðan á þrettándu öld til þess dags sem skrípið Össur hossaði sínu spiki í líki Smérgáms til að koma þessu örlaga geðveiki máli Jóhönnu í kopp hjá höfuð tákngervi arðræningja nútíma Evrópu, Þýskalandi.
Þessi gerð varð mjög til lukku krötum öllum og háskola spekingum mörgum sem og peninga púkum, kjánum öðrum og komunistum. En verulega til raunar okkur sem bárum virðingu fyrir gengnu heiðurs fólki og verkum þeirra okkur eftirlifendum til handa.
Þessi þessi fláráða aðgerð varð enda ekki til samþjöppunar og fyrir okkur þeim sem alltaf höfum unnið fyrir okkar og virt arfleiðina sem formæður okkar og feður skildu eftir handa okkur var þetta landráð.
Hrólfur Þ Hraundal, 20.4.2013 kl. 00:27
en Hrólfur - núna er 21öldin og hvað forfeður og formæður töldu gilt þá er tíminn bara annar
Rafn Guðmundsson, 20.4.2013 kl. 01:09
Þú mátt vera svo skarpur sem sæmd þín hentar Rafn kl. 01,09.
Þó er ekki víst að það dugi þér til langframa, eða hefur þú einkunn, eða votta upp á að gamalt sé rugl.
Eða hvað er það sem segir þér að þú sért greindari en þau sem gengin eru?
Hrólfur Þ Hraundal, 20.4.2013 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.