Vinstriflokkarnir réðust gegn þjóðinni

Samfylkingin og VG voru stærstan hluta kjörtímabilsins í stríði gegn þjóðinni. Í fyrstu hreinu vinstristjórn lýðveldissögunnar sameinaðist ríkisstjórn Jóhönnu Sig. um það að brjóta niður stjórnskipun lýðveldisins, með atlögu að stjórnarskránni, og að grafa undan fullveldinu - með ESB-umsókninni.

Vinstriflokkarnir fengu ekki umboð 2009 til að kollsteypa lýðveldinu og ekki heldur að flytja fullveldið til Brussel. Þegar þjóðin fékk tækifæri til að segja álit sitt, í tvennum Icesave-kosningum, þá hafnaði hún með afgerandi hætti þátttöku í vegferð ríkisstjórnarinnar.

Þrátt fyrir að Ísland sé öfundað af ESB-ríkjum eins Írlandi, að ekki sé talað um Grikkland, Portúgal og Kýpur, þá þakkar íslenska þjóðin ekki vinstristjórninni að hagvöxtur sé á Íslandi og ekkert atvinnuleysi. Ríkisstjórn Jóhönnu vildi farga þeim verkfærum sem nýttust best til að halda atvinnu uppi og tryggja hagvöxt, - en það eru krónan og fullveldið.

Eftir viku mun þjóðin formlega hafna pólitískri leiðsögn vinstriflokkanna.


mbl.is Yrði eitt mesta fylgistapið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Flott.

Þau eiga ekkert betra skilið.

Birgir Örn Guðjónsson, 20.4.2013 kl. 09:14

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er ekki til svo aumur Portúgali að hann öfundi ekki Íslendinga fyrir að standa utan ESB. Þetta segi eg eftir að hafa þvælst um landið. Allir þekktu til ástandsins heima og vissu að við fórum aðra leið en þá sem verið er að troða upp a þá.

Áberandi var líka að evrópufánanum var ekki veifað nema a helstu raðuneytum. Aðrir, jafnvel lægra settir opinberir aðilar, létu vera að draga þann stjörnumprydda að hún.

Ragnhildur Kolka, 20.4.2013 kl. 09:17

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og það sem er alvarlegra EINHVERJIR ERU SVO "STROPAÐIR" AÐ ÞEIR ÆTLA AÐ KJÓSA ÞESSA SÖMU FLOKKA Í VOR.  Sumum er hreinlega ekki viðbjargandi....

Jóhann Elíasson, 20.4.2013 kl. 09:48

4 Smámynd: rhansen

Og kominn timi til ...

rhansen, 20.4.2013 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband