Hvað líður sameiningu 365 og Skjásins?

Í janúar var víða talað um að 365 miðlar og Skjárinn myndu sameinast, a.m.k. sjónvarpshlutinn. Starfsmenn 365 ræddu sín á milli um að sameining yrði kynnt á árshátíð Baugsmiðlanna. Aðrir sögu að sameining yrði kunngjörð daginn eftir að frumvarpið um Ríkisútvarpið ohf. yrði samþykkt.

Núna er búið að halda árshátíðina og frumvarpið orðið að lögum. Annað í fréttum er að hlutabréf 365 hafa fallið um 20 prósent í verði frá áramótum og það líður að fyrstu afborguninni á sjónvarpsréttinum fyrir ensku knattspyrnuna sem 365 keypti á um einn milljarð króna.

Hver er aftur viðskiptabanki 365?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón Ásgeir hefur sagt í viðtali um daginn að umrædd sameining hafi verið rædd en blásinn af......endanlega.

er það ekki kb banki ?  Eða er það Glitnir - man þetta aldrei.....

Gunnar Bjornsson (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 10:28

2 identicon

Þú ert með Baug, Baugsmenn og Baugsfjölmiðla á heilanum...

Trausti Helgason (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 12:56

3 identicon

Trausti, hvernig  er hægt annað en að hafa Baug og önnur fyrirtæki sömu eigenda á heilanum? Hvert sem er litið er eitthvað sem minnir á Baug, að fólki skuli ekki staldra við og finnast þetta óvenjulegt er áhyggjuefni.

Persónulega vakna ég oft við það þegar, sennilega seinfær, blaðberinn neglir blaði Baugsmanna, Fréttablaðinu, inn á miðjan gang.

snorri (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband