Fimmtudagur, 18. apríl 2013
Hjarðhegðun bankamanna, ríkið eigi Landsbankann
Bankafólk kann ekki að reka hagkerfi, sérstaklega ekki íslenskt bankafólk. Hrunið tók af öll tvímæli að stjórnendur íslenskra banka halda ekki máli. Þótt skipt hafi verið um karlana í brúnni er sama liðið í meira og minna í ráðandi stöðum.
Hvort sem Höskuldur Ólafsson í Arion ætlaði sér það eða ekki þá hittir athugasemd hans um hjarðhegðun bankamenn sjálfa fyrir: allir sem einn sækja þeir í sama viðskiptamódelið og leiddi til hrunsins.
Íslenskir bankamenn lærðu ekkert af hruninu. Bankastjóri Landsbankans vill að ríkið selji 98% hlut sinn sem fyrst til að bankinn getið sukkað óhindrað en búi ekki við aðhald almannavaldsins.
Ríkið verður að eiga Landsbankann á meðan endurnýjun á eignarhaldið hinna bankanna er óskýrt. Annað er algert glapræði.
Fótanuddtæki, deCode og nú Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ungt fólk fór úr góðri vinnu til að hefja nám við háskólana, mest Bifröst til að nema viðskipti og peningaumsíslu á þar til snöggsoðnum námsbrautum og settist svo að í bönkum og peningafyrirtækjum til að verða ríkt eins og allir félagarnir sem voru þar fyrir og rökuðu að sér fé.
Hlustaði einu sinni á viðtal á RUV við konu sem hafði verið háskólakennari. Hún skýrði frá því að hún hafi verið tekin á teppið hjá skólameistara fyrir að taka fyrir í kennslutíma hvernig bankarnir og útrásarliðið færu að því að skrúfa upp verðmæti fyrirtækja til að versla svo með raunverulega verðlaus bréf og fyrirtæki. Henni var bent á að þetta væri fólkið sem skaffaði alla styrkina og kostunina. Þetta viðtal var vitanlega ekki endurflutt og engar glefsur úr því í fréttum RUV. Annað viðtal sem ég hlustaði á, en það var hjá Ingva Hrafni. Þar sagði Guðni Ágústsson frá því að honum hafi þótt undarlegt að það voru bankamenn í Samfykingunni, ekki pólitíkusarnir sem voru að leita eftir samvinnu við Framsókn um stjórnarmindun eftir hrun.
K.H.S., 18.4.2013 kl. 08:13
Bankafólk á ekki að reka hagkerfi.
Flowell (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.